Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 18
1G
breiðfirðingur
a. Forn, aflangur hringur suðvestur í túninu, nefndur
„Lögrétta“.
b. Vii-kisbali, svo nefndur, nálega ferhyrnt mannvirki
i túninu fyrir ofan og vestan bæinn.
c. Rústabunga forn, suður og niður undir túngarði.
d. Auðarnaust, er svo lieitir, leifar af tóft á sjávarbakk-
anum austan megin við útfall Hvammsár.
e. Auðartóftir, svo nefndar, hér um bil 13 faðma upp
og vestur frá naustinu.
Af þessum friðlýstu fornminjum eru nú tvær hinar síð-
astnefndu í landi Skerðingsstaða. Auk þess mætti telja til
fornminja:
f. Jarðfastan stein, svokallaðan Skeggjastein, frammi
i túninu vestan götunnar og er hann grasi gróinn að
mestu, nema á vesturhlið. Undir honum er talinn
grafinn Skeggi Þórarinsson fylsennis.
g. Tóftir, svonefndur Stakkgarður, skammt niðri á
eyrunum, þar sem þær eru þurlendastar. Þar voru
borin saman hey af eyrunum og ekið heim á vetr-
um. Stakkgarður þessi er talinn frá Sturlungaöld
eða eldri og er vel greinilegur ennþá.
Fáir bæir hér á landi munu betur svara til nafns síns en
Hvammur. Það dregur til livilftar í lilíðinni, þar sem bær-
inn stendur og befir að líkindum staðið frá landnámstíð.
Þá hafa blíðar dalsins verið víði vaxnar ofan á láglendi,
sumstaðar allt niður að ánni, Örriðaá, nú Ilvammsá, sem
rennur eftir miðjum dalnum, er nefnist Skeggjadalur, eins
og áður er minnst á. Landnemarnir hafa liöggvið rjóður í
skóginn, þar sem livilflin myndaðist í fjallið og bezt virtist
skjólið fyrir kuldaáttum og byggt þar binn fyrsta bæ.
Skeggjadalur liggur frá norðvestri til suðausturs. Hádegis-
mark frá forstofudyrum íbúðarhússins er á vörðubroti
neðarlega á Akursleiti, vestanvert við dalinn, í stefnu á
Búðardal. Sólin er því rétt að eins komin fyrir dalsmynnið,