Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 26
24
BREIÐFIRÐINGUR
Séra .Tón Ivetilsson, systurson sinn, frá 1784—1800.
10. Séra Jón Ketilsson, siðastnefndur, frá 1800—1802.
Hann hafði brauðabýtti við mág sinn, séra Jón Gísla-
son í Hjarðarliolti og flutti þangað.
11. Séra Jón Gíslason prófastur, r. af Dbr., frá 1802—1841,
var prestur í Hvammi í 39 ár og prófastur í 25 ár.
Önnur kona hans var Sæunn dóttir séra Einars Þórð-
arsonar í Hvammi og voru þau barnlaus. Með fyrstu
konu sinni, Hallgerði Magnúsdóttur, átti liann 4 börn.
Ilann tók séra Þorleif son sinn fyrir aðstoðarprest
1819 og bjuggu þeir báðir á Hvammi frá 1824. Séra
Jón Gíslason var mikill athafnamaður og lærdóms-
maður. Hann vék frá Hvammi fyrir syni sínum séra
Þorleifi og fluttist að Breiðabólsstað á Skógarströnd
1841, þjónaði því prestakalli ineð aðstoðarpresti í 6
ár og dó þar 1855. Árið 1824 fékk hann verðlaun fyr-
ir „fortjenstfuld Jorddyrkning i Island“.
12. Séra Þorleifur Jónsson prófastur og r. af Dbr. frá
1841—1870. Hann fæddist í Hjarðarholti 8. nóv. 1794
og fluttist að Hvammi með föður sinum á 8. ári og
var þar alla æfi síðan. Ilann þjónaði Hvammspresta-
kalli í 51 ár alls, þar af var liann aðstoðarprestur
föður síns í 23 ár og aðstoðarprófastur i 19 ár. Með
fyrri konu sinni Þorbjörgu Hálfdánardóttur eignað-
ist hann 8 börn, þeirra á meðal séra Jón, siðast prest
á Ólafsvöllum, skáld, Ingibjörgu fyrstu konu Jens
Jónssonar dbrm. á Hóli í Hvammssveit og Jóbönnu
móður Ág. H. Bjarnasonar prófessors og þeirra merku
systkina. Á aðstoðarprestsárum sínum sérstaklega
vann séra Þorleifur milcið að umbótum í Hvamini.
Þá var fyrst byggður þar matjurtagarður og túnið af-
girt með torf- og grjótgörðum. Séra Þorleifur dó í
Hvammi 1. maí 1883. Síðari árin tók liann sér 2 að-
stoöarpresta:
Séra Jón Benediktsson 1858—1859 og