Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 27
BREIÐFIRÐINGUR
Séra Jón Bjarnason Thorarenen 1861—1863, síðast
prófast í Stórholti.
13. Séra Steinn Torfason Steinsson frá 1870—1881. Hann
fluttist að Árnesi, var þar aöeins þjónandi í 2 ár og dó
í Reykjavík 1883.
14. Séra Kjartan Júlíus Helgason frá 1890—1905, pró-
fastur t'rá 1897. Hann fluttist frá Hvammi að Hruna
og dó í Revkjavik 1931.
15. Séra Ásgeir Ásgeirsson frá 1905—1919 og 1920—1944,
prófastur frá 1920. Var eitt ár, 1919—1920. prestur í
Helgafellspreslakalli.
Nú er Hvammur veittur séra Pétri T. Oddssyni frá
Dj úpavogi.
Eins og sézt af þessu stutta yfirliti hafa aðeins 15 prest-
ar setið í Hvammi í 390 ár eða 26 ár hver að meðaltali.
Óvíða munu prestar hafa verið jafnþaulsætnir. Hvamm-
ur hefir löngum haft það orð á sér, að hann væri auðnu-
staður, enda mun hann flestum hafa reynzt það, sem þar
hafa verið. Hann var valinn til hústaðar af djúpviturri
landnámskonu í miðbiki héraðsins, i miðri sveit; hann
var um langt skeið miðstöð héraðsins og liefir ávallt
verið miðstöð sveitarinnar. 1 framtíðinni á hann að verða
miðstöð skógræktarinnar í héraðinu. Yfir honum hefur
hvílt blessun og yfir honum mun hvíla blessun hinnar
kristnu landnámskonu. Séra Jón Þorleifsson minnist
Skeggjadalsins faguriega í þessum stefjum:
Dalurinn minn er dala beztur,
dágott er að vera gestur
og líta hann eftir langa tið.
Þá fjöllin eru farin að gróa,
farið verður á berjamóa,
skógur grænn í hárri hlíð.