Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 33
BREIÐFIRÐINGUR
31
Á SEGLBÁT UM VESTUREYJAR
Eftir STEFÁN JÓNSSON, námstjóra
I maímánuði vorið 1926 lagði ég af stað frá Stykkis-
liólmi í fcrð um Breiðafjarðareyjar. — Var erindið að
kynna líftryggingarfélagið „Andvöku“, og líftryggja þá,
er þess óskuðu. —•
Frá Stykkishólmi fór ég seint um kvöld út í Fagurey,
en þar tijó þá bændahöfðinginn Jón Skúlason og' tók liann
mér mcð mikilli rausn. Varð það að samningum, að hann
flvtti mig morguninn eftir út í Bjarneyjar á litlum vél-
bát, sem bann átti. Að morgni var veður fagurt og sjór
kyrr. Um hádegisbilið er lagt af stað og baldið sem leið
liggur um Stagley og stefnt til Bjarneyja. — Þcgar við
eigum skannnt ófarið til Stagleyjar, sjáum við mikið fugla-
ger á sjónum, en það kannast allir Breiðfirðingar við,
og er það vísbending um, að þar sé síld eða einhver síldar-
tegund að vaða. — Við stefnum nú beint inn í gargandi
fuglaþvöguna og sonur Jóns heitins gripur tveim bönduin
einskonar síldarháf, — það var hálfur poki með sviga-
gjörð í opinu, festur á sterka stöng, — og um leið og bát-
urinn fer í gegnum torfuna tekst honum að ausa síld inn
í bátinn og fengum við þannig fulla fötu af spriklandi,
gljáandi smásíld. — Ekki vildi formaður eyða meiri
tíma i jietta heldur koma mér áleiðis, meðan veðrið var
gott, en siðar frétti ég, að þeir feðgar liefðu næstum fyllt
bátinn á suðurleið af ágætis-fiski, en um liaustið sendi
Jón beitinn mér 2 fjórðunga af afbragðs-harðfiski, og
lét það fvlgja, að belta væri minn hlutur af aflanum.
Daginn eftir var ég kyrr í Bjarneyjum. Var þá veður
og sjór í versta harii. —------Næsta dag var rokhvasst
á austan-suðaustan um morguninn, en sjómenn í Bjarn-