Breiðfirðingur - 01.04.1944, Side 35
breiðfirðingur
33
klukkutimaferð á góðum vélbát. — Ég er enginn sjómað-
nr. en ég minnist þess ekki að liafa farið skemmtilegri fer’ð
á sjó, og síðan bef ég skilið það, sem gamlir sjómenn segja,
að fátt jafnist á við það að sigla bát í hvössum, Ijúfum byr.
„Að sigla f'leyi og sofa í meyjarörmum
ýtar segja yndi mest,
og að tevgja vakran hest.“
Þessi vísa missir að nokkru gildi sitt á öld vélbáta og bila.
í Flatev hafði ég skamma viðdvöl að þessu sinni, en
þeirri fögru ey ann ég alla tíð, því að ég átti þar svo ánægju-
lega dvöl, er ég kom þar í fyrsta sinni, en það er önnur
saga, sem bér verður eklci sögð. Frá Flatey fór ég til
Svefneyja á litlum seglbát, en þá var byrinn lítill og urðum
við að neyta ára með seglunum, er það kallað að róa undir
og þykir víst aldrei skemmtilegt. —
Svefneyjar þykja mér einna fegurstar af öllum Breiða-
fjarðareyjum, eru þær bæði sléttlendar og grösugar. —
Þær eyjar hafa líka fóstrað þann ættarlauk breiðfirzkra
ætta, er einna mestum Ijóma liefur varpað á ættstofn
Breiðafjarðareyja, — skáldið og vísindamáðurinn Eggert
Ólafsson,
Frá Svefneyjum er enn farið á seglbát inn í Látur. —
Þá er stillilogn og báfjara, en grynningar eru svo miklar
á þessari leið, að við urðum viða að þræða ála og sund í
óteljandi krókum, en að lokum er komið að höfuðbólinu
Hvallátrum á Breiðafirði. — Þar bjó þá Ólafur Bergsveins-
son, merkur bóndi af ágætum Breiðfirðingum kominn.
Þetta var um mesta annatímann og mikið að gera, enda
stóð Ólafur ekki einn uppi við vorvinnuna það vor. —
Heima voru þá tveir synir lians uppkomnir og 4 eða 5
fullþroska lieimasætur, ásamt fleira lieimilisfólki, en auk
þess hafði hann þennan vormánuð 8 vormenn — og kon-
ur ofan af landi — 4 pilta og 4 stúlkur, sem unnu að garð-
yrkju, vallarvinnslu, og öðrum vorverkum. — Slíkur
3