Breiðfirðingur - 01.04.1944, Síða 40
38
BREIÐFIRÐINGUR
degi, mátti þá takast að ná lieim um kvöldið. En oft fórst
þetta fyrir af ýmsum ástæðum.
Skreiðarferðir voru farnar út undir Jökul. Þær tóku
viku, og var þá farin Rauðamelsheiði og út Staðarsveit
út í verstöðvarnar sunnan Jökuls og jafnvel út í Drit-
vik. En sjófang úr verstöðvunum norðan Jökuls, Sandi
og Ólafsvik, var flutt sjóveg til Stykkishólms og þaðan
inn í Dalina, oft sjóveg með kaupafólki. Lagt var af
stað í skreiðaríerðir vilcu eftir að vegir urðu færir i
sveitum, því að menn sögðu, að heiðin, þ. e. Rauðamels-
lieiði, rynni viku seinna en byggðir. Valinn lestamann
þurfti í þessar ferðir og lestadreng, ef ekki fóru fleiri
fullorðnir saman. Vegir voru slæmir, grýttir og blaut-
ir, og ckki brú yfir noklcra sprænu. En vanalega slógu
menn sér saman af nolckrum bæjum og höfðu fjölda
liesta. Vöruskipti voru í verstöðinni, og fengu Jöklarar
smjör og tólg, lcæfu og hangikjöt og stundum skinn og
vaðmál í skiptum fyrir fiskinn. Var farið sumpart eftir
„gömlu mati“, sem lcallað var, en sumpart eftir verðlags-
skrá. En allt var reíknað í fislcum og álnum, fjórðung-
um, vættum og hundruðum á landsvísu. Þannig var líka
siður að reilcna kaup hjúa og kaupafólks.
Viðarferðir voru stundum farnar til þess að sækja
húsavið af rekafjörum. Var þá farið norður yfir Gafl-
fellslieiði í Kollafjörð eða Ritru í Strandasýslu. En þær
ferðir mátti fara livenær sem hentast þótti á árinu. Þær
þóttu erfiðar fyrir liestana og fóru illa með reiðfæri.
2.
Er g'róður fór að aukast og veðrið að hlýna, voru lömb-
in tekin frá ánum og látin í stíu sér, sem var í horninu
á stekknum, en liann var „inni í Iandi“*) langt frá bænum.
Þetta var kallað að stía lömbunum og var alsiða i Dölum
*) „Tnni í landi“ er landsvæðið nefnt frá Hjarðarholti inn
að Hvammsfirði.