Breiðfirðingur - 01.04.1944, Síða 43
BREIÐFIRÐINGUR
41
vanalega í lieimilið 2 karlmenn og 2 kvenmenn og smali.
Þá var í'eitmetið skammtað til vikunnar. Það var drepið
í öskjur eða smádalla, og voru 5 merkur smjörs handa
karlmanninum og 3 merkur handa kvenmanninum. Þetta
var gamall siður og vinsæll, að hvér liefði sinn skammt
lijá sér.
Um túnasláttinn var ætíð farið á fætur kl. 6 og þegar
kaffið liafði verið drukkið, byrjaði vinnan. Einstöku
ákafamenn, sem voru í teigaslætti i túninu, fóru þó fyrr
út, ef áfall var. Túninu var frá fornu fari skipt í teiga
og hafði hver sitt nafn. Piltarnir skiptu sér á þessa teiga,
en ekki veit ég um stærð þeirra eða hvort þeir voru út-
mældir, en það tók um það bil viku að slá hvern þeirra.
í lok túnasláttar, þegar búið var að hirða töðuna, voru
löðugjöldin haldin, og var það um miðjan ágúst, ef tíð
var hagstæð. Töðugjaldadaginn var ekki farið á engjar.
Ef töðuhirðingin entist ekki allan daginn, var tíminn, sem
eftir var, notaður, til þess að flytja heim eldivið, torf eða
eitthvað slikt. Hangikjöt var sjálfsagður töðugjaldarétt-
ur, ef til var. En ef það var ekki til, þurfti að ná í kind
til slátrunar, en ekki þótti eldra fólkinu það eins vel við
eiga. Um annan mat var varla að ræða, jafnvel ekki
nýjan lax, þótt liann væri í boði. Þá var hnausþykkur
hrísgrjónagrautur, með rúsínum í og kanelsykri og mjólk
út á, ekki siður sjálfsagður veizlumatur. Töðugjalda-
kaffið var bæði mikið og gott, enda var þá hverjum manni
skammtaður kúffullur diskur af jólabrauði, kleinum, og
pönnukökum. En viðhöfnin var mest, ef gerðar voru litl-
ar smjördeigskökur með berjamauki ofan á. En hláber
voru varla sprottin svo snemma sumars, nema í beztu
berjalöndum t. d. Hvammi í Hvammsveit. Eftir 1890 fóru
að koma breytingar á þessar og þvílíkar veizlur í svcit-
um. Töðugjaldadaginn var vinnu hætt um miðaftan og
þá setzt að sumbli við langt veizluhorð, eins og í brúð-
kaupsveizlum, og sungið og leikið sér fram á nótt.