Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 45
breiðfirðingur
43
allt í kring. Hann var hafður á hægum eldi en eldur lagð-
ur á lokið, svo að kakan hakaðist jafnt að ofan og neðan.
í svona potti, aðeins nokkru stærri, voru rúgbrauðin
æfinlega hökuð, áður en eldavélin kom til sögunnar, en
það held ég hafi verið 1884. Eftir það var farið að baka
alls konar kökur, enda var þá orðið hægara að fá hveiti,
og var þá alveg hætt að nota grjónamjölið, nema í lummur.
Dagana fyrir jólin var bærinn allur hreinsaður eftir
föngum, baðstofan þvegin og húsaskúm lireinsað vand-
lega burt. Á Þorláksmessu voru öll tóvinnuverkfæri bor-
in fram á geymsluloft og rokkarnir hengdir upp i rjáfur.
Þann dag var líka hangikjötið soðið, og á eftir var bleytt-
ur harðfiskur soðinn i hangikjötssoðinu, og var hann
hafður fyrir hátíðarétt þennan dag, sem var á þann hátt
einstakur fyrir allt árið.
Þegar öllum nauðsynjaverkum var lokið á aðfangadag-
inn, fóru menn að tygja sig í sparifötin. Fólkið reyndi
að þvo sér eftir föngum, og krakkarnir voru haðaðir, ef
það var unnt. En ekki var þess að vænta, að baðstofan
væri nógu stór fyrir allan þann vatnsaustur og annars
staðar var kalt, nema — —■ í fjósinu. En því ekki að flýja
út í auða básinn, þar var venjulega stór vatnsstampur.
Nú var liann fylltur með heitu vatni og þar mátti skola
mikið af sér með góðri sápu. Úr fjósinu kom hópurinn í
hátíðaskrúðanum, gljáandi á höndum og andliti, „for-
kláraður“ i orðsins beztu merkingu.
Aðalhátíðarétturinn á aðfangadagskvöldið var þá hrís-
grjónagrautur úr mjólk, með kanelsykri og mjólk út á,
þvi næst var ýmist rjúpnasteik, kálfskjötssteik eða ann-
ar kjötmatur. Að lokinni máltíð og kvöldmjöltum var
lesin jólahugvekjan og sungnir jólasáhnarnir. Kvöld-
messur voru aldrei liafðar í kirkjunni, en oftast var farið
út í kirkju að miðaftni og kirkjuklukkunum samhringt
i langan tíma, kerti voru látin í ljósahjáímana og kveikt
á þeim. Síðan voru þau slökkt aftur og kirkjunni lokað.
Þessi stund fannst mér, harninu, æfinlega svo hátiðleg.