Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 47
breiðfirðingur
45
háttaleikir ög fleira. Það var ekki snert á tóvinnu alla
jólavikuna, og hafði þvi fólkið allmikið frjálsræði, sem
það notaði til heimsókna á nærliggjandi bæi.
Á gamlárskvöld voru veitingar svipaðar og á aðfanga-
dagskvöldið, en þá var mest hugsað um að skemmta sér.
Ef útlit var fyrir messuveður að morgni, mátti ekki
vaka lengi, því að kirkjufólkið kom snemma á nýársdag
og fjölmennti engu síður en á jólunum. Á nýársdag var
matarskammlurinn svið og hmdabaggar, magáll og fleira
góðgæti, t. d. kæfa og rúllupylsa, en þá var skammtað á
diska. Eftir messu fengu allir kaffi og veitingar eins og
á jóladaginn. Næsta nótt var vökunótt við allskonar gleð-
skap, og voru þá oft einhverjir gestkomandi. Þannig var
haldið áfram öðru hvoru fram á þrettándann, en þá reið
á að spila út jólin. Brennur voru sjaldgæfar í Laxárdain-
um, bæði á gamlárskvöld og þrettándanum, enda er þar
ekki skóglendi og erfitt að afla eldsneytis til þeirra hluta.
Ritað veturinn 1934.
Margrét K. Jónsdóttir.
r
LAUSAVISUR eftir TEIT J. HARTMANN
Ástardreyminn, löngum læt
ljóðin streyma frá mér,
meðan heimasætan sæt
situr heima hjá mér.
(1921).
Ég lief oft og einatt setzt
undir minni hyrði.
:—- — Ég er allra manna mest
minna en einskis virði.
(1924).