Breiðfirðingur - 01.04.1944, Síða 50
48
BREIÐFIRÐINGUR
flestir læra sömu ljóð og lög, hvar sem þeir eru á land-
inu, þrátt fyrir strjálbýlið. Vinsældir þjóðkórsins sanna
þetta meðal annars. Þegar hópurinn stækkar, skapast
möguleikar á að mynda kór, þar sem sumir syngja djúp-
ar raddir (bassi, alt) en aðrir háar raddir (sopran, tenor).
Hlutföll milli þeirra eru ekki alltaf ákjósanleg, og viða
á landinu virðist vera vöntun á háum karlmannaröddum
(tenorum). Ef ekki eru gerðar allt of strangar kröfur,
mun mega telja mikið um góðar raddir hér á landi. Tón-
listarhæfileiki virðist vera hér mjög almennur og áhugi
á almennum söng að sama skapi. Mér virðist því félög,
eins og Breiðfirðingafélagið, hafa skilyrði til kórstarf-
semi.
Hvert telur þú félagslegt gildi þess, að æfa svona söng-
f lokka ?
Fyrst og fremst hefir það gildi fyrir þó, sem taka þátt í
söngnum, því að list, jafnvel á frumstigi, er ætíð göfg-
andi og þroskandi fyrir hvern þann, sem starfar að henni.
Auk þess hefir það mikið félagslegt gildi, að miðla öðrum
af getu sinni og kunnáttu, jafnvel þótt hún sé ekki mikil.
Það samstillir hugina og örvar heilbrigðar tilfinningar.
Hvað gelurðu sagt okkur um störf kórsins síðastliðin
5 ár?
Þegar ég tók við kórnum, voru greinileg hjá honum
einkenni. byrjunarörðugleikanna, sem allir slikir kórar
eiga við að stríða, varðandi raddir og hlutföll milli kór-
radda. Auk þess háði það kórnum tilfinnanlega í byrjun,
að mannaskipti voru tíð og lágu til þess ýmsar ástæður.
En áhugi margra kórfélaga var óbilandi, og dafnaði kór-
inn þess vegna vonum framar ár frá ári, þrátt fyrir örðug-
leikana. Mér hefir ætíð verið ánægja að veita shku fólki
aðstoð eftir kunnáttu minni og getu. Starf mitt fyrir
kórinn hefir verið mér mjög ánægjulegt, einkum fyrir
gott og vinsamlegt samstarf við kórfélagana og góðan
hug á ýmsan hátt frá Breiðfirðingafélaginu.
Hvað um framtiðina?