Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 53
BREIÐFIRÐINGUR
51
SÉRA jAKOB GUÐMUNDSSON
Á SAUÐAFELLI
OG KVEÐSKAPUR HANS
ÚTVARPSERINDI
eftlr frú ÁSTHILDI THORSTEINSSON, flutt 28. apríl 1935
Séra Jakob Guðmundssyni, presti að Rip í Skagafirði,
voru veitt Miðdalaþing í Dalasýslu árið 1868, sama ár
og faðir minn, Guðmundur prófastur Einarsson, flutti
þaðan að Breiðabólstað á Skógarströnd. Foreldrar mínir
liöfðu búið á Kvennabrekku i Miðdölum i 20 ár; þar sett-
ist séra Jakob að. Síðar flutti liann að Sauðafelli.
Brátt komst góður kunningsskapur á milli séra Jakobs
og fjölskyldu hans og okkar á Breiðabólstað. Einkum var
mér og Önnu, elztu dóttur baus, vel til vina; við vorum
saman á Kvennaskóla Reykjavíkur veturinn 1874—’75.
Anna var góð og mikilhæf stúlka; bún dó úr taugaveiki
á uuga aldri. Steinunn, systir Önnu, móðir Jakobs Smára
menntaskólakennara og þeirra systkina, var nokkuð yngri.
Dvaldi hún oft bjá foreldrum mínum. Hún var með af-
brigðum fríð kona, gáfuð og' góð. Öll voru börn séra
Jakobs vel gefin og söngelsk og' a. m. k. sum þeirra hag-
mælt. Séra Jakob var jafnan glaður og reifur og lét oft
fjúka i kviðlingum. Yoru það sérstaklega tækifærisvísur,
sem vanalega fylgir lítið sögubrot, oft til skemmtunar.
I stað sendibréfa skrifaði hann oft kunningjum sínum
svokallaða pistla. Flest af þessum kyeðskap er glatað.
Ég liefi reynt að safna saman j>vi litla, sem ég liefi getað
náð til, og' rifjað upp frá barnæsku minni, en það er
minna en skyldi.
Á Skallhóli í Miðdölum bjó maður, sem Jón hét. Hann
4*