Breiðfirðingur - 01.04.1944, Síða 54
52
BREIÐFIRÐINGUR
var forsöngvari í Sauðafellskirkju seinni ár föður míns í
Dölunum og hélt því starfi meðan lieilsan leyfði. Hann
hafði svo mikla og skæra rödd, að yfir tók söng annara.
Mér hefir oft dottið i hug, hve mikið hefði getað orðið
úr þeirri rödd, ef Jón gamli liefði lifað nú á tímum. Hann
varð mjög gamall maður. Þegar séra Jakoh frétti lát lians,
kvað hann:
Svifinn er nú svanur
til sólar hæstu bóla,
sætum söngvum vanur
á „serafs“ glæstu stóla
setztur i söngva-skara
hann syngur öðrum skærra,
og mig undrar hara,
ef þeir komast liærra.
Meðan séra Jakoh dvaldi á Kvennabrekku, hjó á Sauða-
felli Gísli Jónsson, almennt kallaður Saura-Gísli, og kann-
ast margir við hann. Hjá honum var ráðskona sú, er Ragn-
hildur hét. Hún hafði einkennilega framkomu á margan
hátt, var meðal annars öðruvísi klædd en þá tíðkaðist.
Á ferðalögum var liún í víðum, gráum reiðfötum, með
stóran, gulan klút vfir höfðinu; stundum hafði hún lítinn
stráhatt yfir klútnunx en stundum klútinn einan. Á
þeim tímum sóttu Dalamenn allar nauðsynjar sínar til
Stykkishólms, og lágu leiðir þeirra fram hjá Breiðaból-
stað. Var oft gestkvæmt hjá foreldrum mínum um lest-
irnar sem kallað var, því að gömul sóknarbörn föður míns
fóru ógjarnan fram hjá. Stafngluggi á hex-hergi foreldra
nxinna vissi út að þjóðveginum, og sáum við því allt af,
ef einhver yfirgaf lest sína og í'eið heinx til okkar. Var
þá í flvti settur upp ketillinn. Eiixu sinni sáum við, að
tvær lestir mættust; önnur hélt tafai'laust áfram, en tveir
menn úr hinni lestinni konxu heim, og var anxxar þeirra
séra Jakoh. Spyr þá móðir mín, og var fremur stutt í