Breiðfirðingur - 01.04.1944, Qupperneq 60
58
BREIÐFIRÐINGUR
Stúlka, sem var á heimilinu, mun liafa skapraunað lion-
um um sumarið.
Ég gat þess, að séra Jakob hefði stundum skrifað pistla
til vina og kunningja; ekki lief ég getað náð i neinn þeirra,
kann aðeins smákafla úr einum, sem hann eitt sinn fór
með fyrir okkur á Breiðabólstað. Pistillinn var til Lárusar
Blöndals sýslumanns, sem var þá fluttur norður, úr Dala-
sýslu. Mun séra Jakob, sem aði-ir sýslubúar, hafa saknað
lians, því Lárus Blöndal var vinsæll maður. Það, sem ég
kann, er svona:
Ertu, vinur, önnum kæfður,
ertu galdraþorni svæfður,
ertu reyrður ól við staura,
ertu lagstur djúpt á maura?
Maurar þér ei mega halda,
mín því kvæðin skulu valda,
ég kveð þig upp, en ekki niður,
er það góðra klerka siður.
Fátt er þér í fréttum að skrifa,
flestir hér í Dölum lifa,
þó að einn og einn á stangli
upp til himna héðan rangli.
Sex sér falda festa bríkur,
flestar munu þær vera píkur,
utan þetta ein eða svona
ógift reynd sem fertug kona.
Um meydóm þeirra ég má ei spjalla,
mér stendur á sama að kalla,
bara ég fái bjór í kollinn
og blóðrautt gull í vigslutollinn. —
Jón nokkur, sem kallaður var Gilsbakka-Jón, kom til
séra Jakobs og bað hann að lýsa með sér og heitmey sinni,
Ingibjörgu, næsta sunnudag. Yildi þá svo illa til, að skall