Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 62
60
BREIÐFIRÐINGUR
Séra Jakob kom kvöld eitt til Stykkishólms og lenti þar
í kunningjahóp. Yildu þeir gæða honum á hjór, svo að
liann hresstist eftir ferðina. Þá kvað hann:
Biðst ég undan hjór í kvöld,
brjóst er veikt og maginn;
ár míns lífs þá eru töld,
á minn letrist grafarskjöld:
Hann lifði í hófi lífsins hinzta daginn.
Sigurður Jónsson, sýslumaður í Snæfellsness- og Hnappa-
dalss<rslu, var ungur tekinn til fósturs af Jóni forseta, móð-
urhróður sínum. Dvaldi liann hjá honum í Danmörku, þar
til hann hafði lokið lögfræðiprófi og fengið veitingu fyrir
nefndri sýslu. Sigurður var með stærstu mönnum og eftir
því þrekinn, enda var gjört orð á því, hve sterkur hann
væri, og hafði það oft komið sér vel, meðan hann var við
leynilögreglustörf í Kaupmannahöfn. — Séra Jakob liitti
sýslumann á förnum vegi, þegar hann var nýkominn til
Stykkishólms, og segir:
Yíkingur vestan lir fjörðum
til vistar fór suður um liaf.
Átti hann í orustum hörðum,
og ei Dönum hvíldir hann gaf.
Þeir voru grænir og gulir
og gjörðu lionum snerrur ávalt,
en magnaður megninu jötna
hann muldi þá rétt eins og salt.
Heim er nú kominn með heiðri,
Hólmurum veitir hann lið,
megi því móðir skal fagna
mjúklát við týhraustan nið.
Ásthildur Thorsteinsson.