Breiðfirðingur - 01.04.1944, Síða 66
64
BREIÐFIRÐIN GUR
þvi nú yrði gaman að njóta dagsins i glöðum hópi, i dá-
semdar-veðri.
Að loknum gegningum var svo farið að týgja sig til
ferðar, og riðið úr lilaði inn á þjóðveginn. Fleiri og fleiri
bættust i hópinn, og því fylgdi meira líf og fjör i samræð-
um fólksins, og jafnvel fákarnir tóku að keppa um hver
bezt gæti lialdið götunni fyrir þeim, sem geystist þarna
fram með. Þeir liöfðu þá til að rífa sig upp af skeiðinu og
sendast fram úr á harðastökki og skjóta þannig keppi-
nautnum ref fyrir rass, svo hverju hrossi hljóp kapp i kinn,
ekki síður en knöpunum sem á þeim sátu. Það gljáði á
svitastorkinn kroppinn á þeim, er við létum þá kasta mæð-
inni i smára-hvítri brekkunni. Þeir liristu sig og frísuðu
fnæstum nösum, og svitinn draup af liverri brá þeirra,
eftir fjörtökin.
Þarna inni á leitinu hillir enn undir nokkra menn. Og
livern skyldi hera þarna hæst, og hylgjumikinn til að sjá?
Er það ekki hreppstjórinn?, spyr einliver. Jú, vist er það
hann. Og segjum hann velkominn með orðum Matth.:
„Yer enn með ungum ungur, og ern og hress í hmd“. Var
hann hinn hermannlegasti ásýndum með alskegg á ]>ringu
niður, er hafði verið lirafndökkt en nú silfurgrátt á að
lita og fór hið bezta, við mikilúðlegt andlit lians, og mátti
öllum vera Ijóst að hér fór meira en meðahnaður. Hann
var hverjum manni auðkendur ósén. Lét hann sitt ekki
eftir liggja um gleðskapinn og vildi lífga upp með komu
sinni.
Var nú sprett úr spori vestur veginn og nú voru fram-
undan algrænir valllendishólar ofan við syðsta bæinn í
Revkhólasveitinni. Er hér einkar hýrlegt land. Skiptast
hér á mýrasund og töðugresisbrekkur prýddar smára og
öðru blómskrauti, sem ilmar fyrir vit vegfaranda. Hið
neðra liggur bjartur fjörðurinn framundan með grænum
hólmum og-þangivöxnum flúðum víðsvegar.
Var nú farið greitt vestur sveitina, bg allt að Berufjarð-
arvatni í Sætrur, svokallaðar. Er þar vinalegt í brekkun-