Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 67
BREIÐFIRÐINGUR
C5
um,skógarkjarr meðfram vatninu við bjarkarihn ogsvana-
klið. Þarna áðum við um stund, og bittum fyrir fólk úr
sveitinni, sem var að njóta vermandi geisla hádegissólar-
innar í skjóli laufgrænna bjarkanna.
Eftir skannna stund stigum við á bak og héldum upp
liálsinn undir fjöllin, þar sem hagi var næst fyrir liross
okkar. Yar þeirra gætt þarna á meðan við gengum á fjöll-
in. Eru það tveir stuðlabergstindar sem risa þarna á bá-
fjallinu, upp frá Skógabænum, æskuheimili Matthíasar
skálds. Er þarna umliverfis möl- og sandholt og lítilsháttar
urð sem hrunið hefur úr berginu um aldaraðir. Á milli
hnúkanna er snarbrött skriða laus undir fæti. Sama er
að segja að norðan og sunnan, en sú að sunnan virtist
okkur torsóttari, og réðum við því til uppgöngu að norðan.
Þegar upp kom, var útsýni undrafagurt um hálendið á
alla veg'i. I suðri hlasir þarna við, fyrir fótum manns Inn-
sveitin til Gilsfjarðar, Króksfjörður og Berufjörður og
Skarðsströnd með Hafratindi, og fjarst blasa við Suður-
dalafjöllin, en Baula tevgir kollinn yfir allt annað á þeim
slóðum, og ber þar við lieiðblátt loftið. I suðvestri blasir
við Breiðafjörður með Snæfellsjökul að sunnan en Skor-
arhliðar að vestan allt inn fyrir botn Yatnsfjarðar, þar
sem við vissum, að spegilslétt vatnið lá inn á milli blárra
fjalla, sem glapti Hrafnaflóka forðum við heyskapinn,
svo kvikfé lians féll uin veturinn. En á miðjum firði hlasa
við Vestureyjar, með sólhlikandi sundum, að svo miklu
leyti sem Revkjanesfjall eigi hylur sýn. í norðvestri sér
yfir hálendi Vestfjarðakjálkans, en Reipliólsfjöll skyggja
á Glámujökul. En aftur sést Drangajökull í norðri og
Strandafjöllin hátyppt. Hafa þau vafalaust verið svalur
bústaður Höllu og Eyvindi að vetrarlagi forðum. I austri
blasti við orustuvöllur þeirra Þórðar kakala og Kolbeins
unga, allt til Skagastrandar, og Yatnsnesið allt til Trölla-
kirkju vestan Holtavörðuheiðar. Til Eiríksjökuls og Lang-
jökuls sást ekki. Betra veður og útsýni getur varla og
verður okkur minnisstætt. Eldri mennirnir skýrðu fyrir