Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 70
68
BREIÐFIRÐINGUR
tóku þátt i, og lét enginn sitt eftir liggja, og ekki held-
ur hreppstjórinn, sem ég gat um áður, þótt farið væri að
halla undan fæti fyrir honum að árum.
Svo var lialdið inn sveitina, undan sígandi kvöldsól,
sem varpaði rauðri glóð á brúnir fjallanna gegnt vestri,
en hver dalur og dækl huldist blárri kvöldmóðu og húm-
ið smáfærðist yfir sveitina, og hinztu geislar sólarinnar
hurfu síðast af Hafratindi, ómur fuglanna var þagnaður,
en fossarnir einir vöktu fram í dalnum. En við vestur-
fjöllin svifu gullskreytt góðviðrisský hins deyjandi dags.
Guðjón Jónsson.
LAUSAVISUR eftir TEIT J. HARTMANN
Fyr en að þú færir tá
fram að hælum mínum,
sé ég fyrir endann á
æfiferli þínum.
(1922).
Veikum nökkva veltir hrönn.
Vinum fækkar óðum.
— Þótt mér vefjist tunga um tönn,
tala ég í ljóðum.
(1931).
Mörgum verður seint um svar
sannleikann að inna,
leita því til lyginnar,
lausnarorð að finna.
(1937).