Breiðfirðingur - 01.04.1944, Qupperneq 74
72
BREIÐFIRÐINQUR
Því miður eru nú engin gögn fyrir hendi, sem greina
frá því, hvaða ár Sturlaugur Einarsson fæddist né lield-
ur, hvaða ár hann lézt, en af öllum líkum má ráða það,
að hann liafi fæðzt skömmu fyrir eður eftir aldamótin
1800 og hann liafi látizt nálægt 1870.
Sturlaugur kvæntist aldrei, en gat einn son þann, er
Guðbrandur hét við Jóhönnu Jóhannsdóttur, Bergsveins-
sonar prests að Brjánslæk. Hvað olli því, að þau giftust
ekki, er nú sennilega óvíst. Síðár giftist Jóhanna þessi
Jóni Jónssyni eldra frá Kvigindisfelli í Tálknafirði. Guð-
hrandur Sturlaugsson hjó lengi rausnarbúi i Hvítadal í
Saurbæ í Dalasýslu. Hann var kvæntur Sigríði Guðmunds-
dóttur Arasonar frá Beykhóhnn, stakri sæmdarkonu, að
talið er. Frá þeim var komið margt mætra manna, bæði
hérlendis og vestan hafs.
Sturlaugur mun hafa hyrjað búnað í Rauðseyjum þeg-
ar að föður hans látnum og bjó þar síðan til æfiloka
lengst af, eður alltaf með bústýru þeirri, sem Þórdis hét
(Jónsdóttir?). Hún giftist ekki heldur, en eignaðist eina
dóttur, þá, er Björg hét (með manni þeim, er Magnús
hét?)
Vel þótti jafnan fara á með þeim Sturlaugi og Þórdísi,
enda munu þau að mörgu liafa verið skaplík. Bæði voru
þau dagfarsprúð og fastlynd og fjarri allri sundurgerð
og nýbreytni í öllum búnaðarháttum.
Þá er að minnast á hagsýni Sturlaugs og auðsæld. Með-
an hann var enn á yngri árum hjá föður sínum, barst
eitt sinn í tal við gamla manninn, að hann — Einar —
myndi vera allmikill peningamaður. Einar átti þá að
hafa svarað: „Eg á ekki mikla peninga, en hann Stur-
laugur minn. Það segi ég satt, ég skil ekki, hvað hann
ætlar að gera með þann sand, sem hann á.
Eftir að Sturlaugur tók við húi i Bauðseyjum að föð-
ur hans látnum, fór þegar að fara orð af auðsæld hans.
Mun auðlegð hans einkum hafa verið peningar og svo
kvikfénaður, einkum sauðfé, ennfremur innlendar og út-