Breiðfirðingur - 01.04.1944, Side 77
BREIÐFIRÐINGUR
75
mældur rúgur í báða. Sin brennivínstunnan var líka látin
i hvorn skut, svo og ýms önnur vara, þar á meðal eitt-
rivað af bankabyggi í sekkjum. Þórður var maður sann-
orður og fjarri ósanninda-öfgum. Hann sagði þetta ]ieim,
sem línur þessar ritar. Þórður þessi var síðar lengi hrepp-
stjóri í Gufudalshreppi og bjó þá i Djúpadal.
Maður nokkur, sem hét Jóhann Friðrik og var Gunn-
laugsson — og mun hafa verið fæddur nálægt miðri 19.
öld, dvaldi nokkur unglingsár sín i Rauðseyjum. Hann
minntist Sturlaugs ávallt með virðingu og lilýjum huga.
Honum sagðist svo frá húsakynnum í Rauðseyjum, að
bærinn hefði þá verið allstór og nokkuð fornfálegur, en
svo hefði verið stórt hús nærri bænum. Það hefði verið
með þilgöflum á báðum endum með allstórum gluggum.
Loft var í húsinu og stór stofa undir loftinu. Húsið var
oftast nefnt „stofan“. Þangað var Iieldri gestum boðið,
er þá bar að gerði í Rauðseyjum. Eitt sinn kvaðst Jóhann
bafa komið handan af Reitarey. Hafði hann þá séð, að
stofan var opin og rölt inn þangað. Kvaðst liann þá liafa
séð að Sturlaugur var þar inni og hafði dregið fram
skúffu úr stóru skattlioli, sem stóð þar við vegginn. Sagð-
ist hann þá hafa séð, að skúffan var full af hvítum papp-
írssívalningum. Hafi Sturlaugur þá orðið sín var og sagt:
„Ertu þarna, Jói minn?“ „Já,“ segir Jóliann. „Ég var að
reka kýrnar.“ „Hinkraðu við,“ segir Sturlaugur. tekur
liann þá einn pappírssívalninginn upp úr skúffunni, opn-
ar endann á honum, tekur þar ríkisdal, réttir að Jóhanni
og segir: „Eigðu þetta, Jói minn.“ Jóhann sagði líka, að
Sturlaugur liefði aldrei liðið, að hallað hefði verið rétti
lítilmagna á heimili hans né niðzt á þeim af þeim, sem
meiri máttar vorn. Hafði liann þá sagt, ef svo bar undir:
„Þá er nú mér að mæta, verði ég var við nokkuð slíkt.“
Á fyrri búskaparárum Sturlaugs bjuggu lijón nokkur
i Bjarnareyjumá svo nefndum Bæjar-parti. Þau hétu Guð-
mundur Guðmundsson og Kristín Pétursdóttir. Þau eign-
uðust ellefu börn. Niu þeirra náðu fullorðins aldri, 6 syn-