Breiðfirðingur - 01.04.1944, Síða 80
78
BREIÐFIRÐINGUR
FÁTT ER RAMMARA
Eftir EN FORNESKJAN
frú J
INGVELDI Á.
SIGMUNDSDÓTTUR
Þorsteinn hét maSur. og var Runólfsson, ættaður og'
uppalinn undir Jökli. ITanii fluttist með útróðrarmönn-
um til Helgafellssveitar, sem vinnumaður, og var í ýms-
um stöðum. Ekki þótti hann mikilmenni. í Þormóðsey
kynntist hann stúlku einni, er Margrét hét, og lagði hug
á hana, en liún tók því fjærri, enda var hún ekki fýst
ráðahagsins og þótti hann henni ósamboðinn, enda var
stúlkan ung og hin álitlegasta. En ekki var Þorsteinn af
haki dottinn og sagðist skyldu eignast hana, ef ekki lif-
andi, þá dauður. Gekk svo fram um hríð. Margrét sá sér
nú ekki annað vænna en skipta um vistir. Fluttist hún
næst vor að Kóngsbakka og skildi með þeim Þorsteini
að sinni.
Nú var það seinni hluta næsta vetrar að taugaveiki
gekk og lá fólk víða og margir dóu. A Kóngsbakka lá
fólk einnig og þar á meðal Margrét.
Þorsteinn Runólfsson liafði dáið fyrir nokkru, surnar
lieimildir segja úr taugaveiki, aðrar að liann liafi drukkn-
að ofan um ís á Nesvogi.
Fljótt þótti bera á því, að Þorsteinn leitaði enn á hugi
við Margréti og mundi efna orð sín. Kvað svo mikið að
Sturlaugi, sem fylgir þætti þessum, virðist tala sinu hul-
iðsmáli. Svipbrigði þar sýnast láta nærri þvi, sem þátt-
urinn segir frá, og varpa ljósi yfir persónu mannsins.
Pétur Jónsson,
frá Stökkum.