Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 86
84
BREIÐFIRÐINGUR
Þegar liann sigldi skipi sinn „Felix“ út með Flatey í
norðanstormi og liríð, er vísa þessi varð til, mun liann
liafa verið um áttrætt.
Þorlákur var meðalmaður á liæð, fremur herðamjór en
sívalur og vel limaður og lipur í hreyfingum. Hann liafði
verið dökkur á liár og með jarpt skegg en var orðinn livít-
Ýtt úr vör.
„Fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.“
ur fyrir hærum, þegar ég man fyrst eftir honum. Hann
var. bláeýgur og snareygur með hátt enni og réttnefjaður,
munnurinn var fremur litill og fríður, kjálkahreiður var
hann og hafði skarð í liöku. Hann þótti laglegur og liöfð-
inglegur ásýndum, enda var hann snyrtimenni. Hann var
glaður og léttur í lund en skapríkur og lét ekki hlut sinn
fyrir neinum. Hann var ágætur glímumaður, en sú íþrótt
var mikið stunduð í þá daga i verinu, þegar landlegur voru.
Þá var hann og mikill trúmaður, enda lét liann svo um-
mælt, að hann ætti allt sitt lán að þakka liimnaföðurnum.
Mér finnst ég ekki geta skilið svo við þennan þátt, að
minnast ekki nokkru nánar Jóhönnu ívarsdóttur, síðari
konu Þorláks. Hún var fædd á Melum á Skarðströnd 9.
febr. 1841, dóttir ívars Jónssonar, Magnússonar og konu
hans Hólmfríðar Jónsdóttur. Eins og ég hefi áður sagt.