Breiðfirðingur - 01.04.1944, Qupperneq 93
breiðfirðingur
91
Þeir sögðu, að frú Herdís liefði oft látið þá skoSún í ljósi,
að skólinn ætti að vera i Flatey. Annars voru Barðstrend-
ingar klofnir um málið. Vestur-Barðstrendingar vildu, að
skólinn yrði í Ftatey, en í Austur-sýslunni héldu menn
Reykhólum fram, sem skólastað. Ýmsir Dalamenn mæltu
með Ólafsdal og enn aðrir með Staðarfelli, af því að ætt-
ingjar gefandans hefðu búið þar um tveggja alda skeið. Þá
var einnig Helgafell nefnt, sem skólastaður og jafnvel
fleiri staðir. Má af þessu ráða, að allmikill skoðanamunur
hefir verið um val skólastaðarins. Sérstaklega þóttust
Vestur-eyjamenn eiga fullan rétt á, að skólinn yrði reistur
i Flatey. Snæbjörn Kristjánsson, hreppstjóri í Hergilsey,
var þessi árin héraðshöfðingi þeirra og atorkumaður hinn
mesti. Hann skrifaði langa blaðagrein um skólasetrið. Þar
er skýrt frá ýmsum munnmælum um vilja frú Herdísar í
máli þessu. Samkvæmt þeim kváðust ýmsir hafa lievrt
hana segja, að hún ætlaðist til að skólinn yrði reistur í
Flatev. A Alþingi studdi Hákon Kristófersson, sem um
fcessar mundir var alþingismaður Barðstrendinga, mál
Snæbjarnar með mikilli festu.
Eftir að búnaðarskólinn í Ólafsdal var lagður niður árið
1907, var Torfi sál. Bjarnason mjög fýsandi þess, að
kvennaskóli frú Herdísar Benediktsen yrði stofnsettur þar.
Torfi og fylgismenn hans töldu Ólafsdal mjög hentugt
skólasetur. Þar væri stórt og mikið hús til skólahalds og
aðrar byggingar svo miklar, að engu þvrfti við að bæta
fyrstu áratugina. Ennfremur væri jörðin vel ræktuð, tún-
ið mikið og mjög grasgefið. Þar mætti þvi strax koma á
fót stóru skólabúi, sem margir telja höfuðnauðsvn að reka
á slíku skólasetri. Af þessum ástæðum var Ólafsdal mjög
haldið fram, sem skólasetri, sérstaklega eftir andlát Torfa.
Komst það mál svo langt vorið 1920, að rikisstjórnin sendi
mann til að skoða Ólafsdal, sem væntanlegan skólastað.
Var manni þessum falið að meta Ólafsdal til peningaverðs
með þetta fyrir augum. Þegar matsmaðurinn hafði gefið
ríkisstjórninni skýrslu um för sína, liófust samningar milli