Breiðfirðingur - 01.04.1944, Qupperneq 96
94
BREIÐFIRÐINGUR
Ummæli Páls V. Bjarnasonar, sýslumanns í Slvkkis-
hólmi, voru mjög á annan veg en iiáttvirts þáverandi þing-
manns Snæfellinga. Páll skrifaði ríkisstjórninni 26. fe-
brúar 1921. Hvatti hann til að taka tilboði okkar um Stað-
arfell. Páll lét þess getið, að hann væri að 2. og 3. viö frú
Herdísi og að Staðarfell hefði verið í ætt þeirra yfir 200
ár. Væri því vel til fallið, að kvennaskólinn yrði reistur
þar. Þá skýrði Páll frá þvi, að jörðin og mannvirk! hcnnar
væru mikil og góð og væri leitt til þess að vita, ef liún yrði
seld óviðkomandi mönnum. Mætti þá, ef til vill, gera ráð
iyrir, að liin miklu mannvirki þar eyðilegðust og yrði það
þjóðartjón.
Ýmsir urðu til þess að taka undir þau ófrægðarorð, sem
voru látin falla um Staðarfell. Út af þeim og öðruin sögu-
sögnum um þetta mál skrifaði ég ríkisstjórninni 23. febr.
1924 á þessa leið:
„Svo sem kunnugt er, bar hæstvirt ríkisstjórn undir álit
beggja menntamálanefnda Alþingis árið 1921, hvort stjórn-
in skyldi taka tilboði mínu um gjöf á þáverandi eignar-
jörð minni, Staðarfelli i Dalasýslu, til minningarsjóðs frú
Herdisar Benediktsen, með þeim skilmálum, ao hinn fyrir-
hugaði kvennaskóli yrði stofnsettur þar. Nefndirnar sam-
þykktu þetta báðar í einu hljóði. Ennfremur samþykkti
fjárveitinganefnd neðri deildar Alþingis á sama tíma líf-
eyri þann, er ég fór fram á, og meira að segja hækkaði
iiann um kr. 500,00. Var þetta einnig samþykkt í einu
hljóði. Gekk þetta mál þannig i heild sinni mótmælalaust
í gegnum báðar deildir Alþingis, og virtust allir taka því
vel. Stjórnin veitti afsali mínu fyrir jörðinni, Staðnrfelli,
móttöku, þar sem skýlaust er tekið fram, að gjöfin sé því
skilyrði bundin, að á Staðarfelli verði stofnsetlur og rek-
inn umræddur og fyrirhugaður kvennaskóli. Ég liefi því
talið þetta mál afgjört og útkljáð, livar þessi skóli yrði
settur.
En siðan liafa margs sinnis komið í blaðagreinum tillög-