Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 98
96
BREIÐFIRÐINGUR
að stuðla að því, að skólinn yrði reistur á Staðarfelli. En
mér kom ekki til hugar, að nokkur maður yrði til þess
að kasta hnútum fyrir liana. Þess konar „þakklæti“ er
ekki algengt, enda engum til sóma.
Ég þekki Staðarfell vel og veit gerla livað það gefur af
sér, ef það er liirt og notað, eins og lieiðvirðum og dugandi
bónda sæmir.
Staðarfell.
Sigurður Eggerz var þessi árin forsætis- og kennslu-
málaráðherra. Harin fór vestur að Staðarfelli næsta sumar
lil að skoða það. Mun hann liafa álitið, að sjón væri sögn
rikari. Veturinn 1924 skýrði Sigurður frá þessari ferð sinni
i þingræðu. Hann sagði, að sér hefði aldrei komið til hug-
ar, að á Staðarfelli hefðu verið unnin önnur eins mann-
virki af bónda, sem ekkert hefði liaft við að styðjast annað
en afnot jarðarinnar. Þessi mannvirki bæru vott um gæði
jarðarinnar og sönnuðu, að hún gæfi mikið i aðra hönd.
Þessi gjöf væri því mjög mikils virði og þess verð, að hún
væri þökkuð, en ekki vanþökkuð.
Með bréfi dags. 17. apríl 1925, buðumst við hjónin til að
gefa ríkinu 10 þús. kr. með því skilyrði, að á Staðarfelli
yrði reistur kvennaskóli eigi síðar en að ári liðnu. Fé þetta.