Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 103
BREIÐFIRÐINGUR
101
Þeir, sem heima dveljast, lielga henni krafta sína i
störfum sínum og lífsbaráttu. Við, sem að heiman liöfum
farið, eigum þaðan gnótt minninga.
Við minnumst bernskunnar, þegar við krupum að móð-
urknjám og hjöluðum fyrstu orð „ástkæra ylhýra máls-
ins“. Við munum æskudraumana, þegar við sáum skýja-
horgirnar bera við himin. Við munum fjallahringinn
heima, sem heldur eins og vörð um hin dreifðu bænda-
býli. Við munum fjörðinn okkar, eyjarnar, hin l)láu sund
og hafið bjarta, sem laðaði og lokkaði bugann út í ómælis-
víddina. Og ekki höfum við gleymt sveitinni okkar eða
dalnum heima, sem alltaf er jafnvinalegur og alltaf jafn-
fús til að bjóða gamlan vin velkominn úr fjarlægð.
Við höfum myndað Breiðfirðingafélagið m. a. til þess
að geta varðveitt slíkar minningar betur en ella með sam-
komum, hópferðum til æskustöðvanna og öðru þess háttar.
En við, sem dveljum í höfuðstaðnum, getum ekki látið
okkur nægja að rifia upp gamlar og Ijúfar minningar. Við
viljum gera meira. í Breiðfirðingafclaginu eigum við enga
ósk betri heldur en þá, að félagsstarf okkar megi verða
heimabyggðinni að einhverju liði. Við eigum henni gamla
skuld að gjalda, sem við viljum reyna að endurgjalda,
þótt í f jarlægð séum.
„Vér elskum hvern dal þinn og eyjar og fjöll,
því eitt sinn var fóstruð þar gleði vor öll.“
Svo hefir ungt breiðfirzkt skáld mælt til heimabyggðar-
innar. Það er einmitt vegna slíkra tilfinninga, sem Breið-
firðingafélagið var stofnað og hefir síðan starfað.
Grundvöllur hefir þegar verið lagður að því, að starf-
semi Breiðfirðingafélagsins megi að nokkru verða lieima-
béruðunum til lieilla og hagsbóta, þótt enn sé þar aðeins
um byrjun að ræða.