Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 104
102
BREIÐFIRÐINGUR
Reykhólamálið.
Félagið átti forgöngu að því, að hafizt var handa um
að rannsaka, hversu bezt væri liægt að nota hið forna
höfuðból, Reykhóla. Munu allir fagna því — og ekki sízt
Breiðfirðingar — þegar þar xás myndarlegt menningarset-
ur og æskan sækir þangað til náms og frama.
Héraðssaga Dalasýslu.
Einnig er verið að undirbúa útgáfu á Héraðssögu Dala-
sýslu. Hefir þegar verið leitað uni það samstarfs með á-
gætum árangri við íbúa sýslunnar. — Um bæði þessi mál
birtust greinar i síðasta árgangi Breiðfirðings.
Skólamál Snæfellinga.
Á s. I. vetri flutti frú Ingveldur Sigmundsdóttir frá
Sandi erindi um skólamál Snæfellinga á fundi i Breiðfirð-
ingafélaginu. Benti liún á, að þessi sýsla, sem eitt sinn hefði
átt menningarsetur eins og Helgafell, ætti nú engan fram-
haldsskóla og ræddi sérstaldega um stofnun húsmæðra-
skóla. Máli þessu var hið bezta tekið. Er vonandi, að Breið-
firðingafélagið reynist þess megnugt að veita Snæfelling-
um brautargengi, þegar þeir hefja framkvæmdir í þessum
málum.
Fjölþætt starfsemi.
Starfsemin innan Breiðfirðingafélagsins má nú teljast
allfjölbreytt. Er reynt að haga henni þannig, að sem
flestir geti starfað þar að áhugamálum sínum og fundið
þar verkefni við sitt hæfi.
Félagsfundir.
Þeir eru haldnir reglulega einu sinni í mánuði
um vetrartímann. Á þeim eru félagsmál rædd og oft flutt
erindi um breiðfirzk málefni. Siðan hefjast skemmtiatriði,
t. d. upplestur og söngur. Að lokum er svo stiginn dans.
— Fundir þessir virðast eiga miklum vinsældum að
fagna, ef miðað er við hversu þeir eru vel sóttir. Þar gef-