Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 105
BREIÐFIRÐINGUR
103
ast félagsmönnum hin lieztu tækifæri til kynningar. Breið-
firðingar a‘ð lieiman, sem staddir eru í Rcykjavík um
stundarsakir, sækja einnig oft fundina. Skal það tekið
fram, að þeir eru þangað sérstaklega velkomnir. Fund-
irnir eru nú yfirleitt haldnir í sýningarskála listamanna
og veitir ekki af því húsrými.
Breiðfirðingamót.
Breiðfirðingamót — öðru nafni ársliátíð félagsins —-
er haldið um miðjan vetur ár hvert. Þar er reynt að vanda
sérstaklega öll skemmtiatriði. M. a. er félaginu jafnan
flutt frumsamið kvæði á hverju móti.
Skemmtun eldri Breiðfirðinga.
I Reykjavík er nú stór hópur Breiðfirðinga, sem eru á
sjötugsaldri eða eldri. Flestir hafa þeir lifað blómaskeið
sitt heima við Breiðafjörð og unnið þar aðallífsstarf sitt.
Þeir eru því vafalaust enn nánar tengdir æskustöðvunum
heldur en hinir, sem á unga aldri fóru að heiman. Þeim
er því sizt minni nauðsyn en hinum yngri að koma saman
og rifja upp gamlar minningar. Félagið hýður þessum
Breiðfirðingum til sameiginlegrar kaffidrykkju og
skemmtunar á vori hverju. S. 1. vor mættu um 200 hoðs-
gestir.
Breiðfirðingavaka.
Breiðfirðingafélagið hefir þrívegis átt því láni að fagna
að fá að annast kvöldvökur í Ríkisútvarpinu. Ekki samir
að fella hér dóm um þær. Fréttir hafa þó borizt um, að
margir Breiðfirðingar heima fagni þessum kvöldvökum
mjög.
Ársrit.
Um ársrit félagsins, Breiðfirðing, skal ekki fjölvrða
hér, þar sem þessari grein er ætlað rúm í því riti.