Breiðfirðingur - 01.04.1944, Side 107
hreiðfirðingur
105
mennasambands Dalamanna. — 5.—7. ágúst: FerÖ um
Snæfellsnes. — 19. ágúst: Borgarfjarðarferð. — Þann 3.
sept. var svo að síðustu farið til berja í Botnsdal.
AIls voru þannig farnar 9 ferðir. Þátttakendur voru
samtals rúmlega 350. Fjölmennust var Snæfellsnesförin.
í lienni tóku þátt 109 manns. — Allar ferðirnar tókust með
ágætum. Er óbætt að segja, að ferðalangarnir ciga frá
þeim gnólt ljúfra og ógleymanlegra minninga um fegurð
íslenzkrar sumarnáttúru og góðan og skemmtilegan fé-
lagsskap.
Félagssvæðið.
Bétt er að benda á það, að torvelt mvndi að bafa jafn-
fjölbreytta félagsstarfsemi og hér befir verið gefið yfirlit
um, ef elcki nyti starfskrafta af allstóru félagssvæði. I
Breiðfirðingafélaginu vinna Barðstrendingar, Dalamenn
og Snæfellingar að sameiginlegum áhugamálum. Engin
tilviljun ræður því, að fólk úr hinum þremur sýslum
Breiðafjarðar hefir þannig kosið að starfa saman.
Saga Breiðafjarðarbvggða, atvinnu- og menningarlif,
allt hefir þetta verið mjög nátengt frá öndverðu. Það má
segja, að hinar dreifðu byggðir, sem liggja i kringum
Breiðafjörð og innfirði hans, séu eins og perlur á einni
festi. Öll söguleg og félagsleg rök mæla með því, að sér-
stakt samstarf og samvinna eigi að vera á milli þessara
byggða.
Hið sama gildir um okkur, sem höfuin farið að heiman
úr þessum héruðum. Með því að starfa samau getum við
hezt orðið æskustöðvunum að liði. Á þeim grundvelli er
Breiðfirðingafélagið byggt. Árangur starfs okkar er ekki
bundinn við dvalarstaðinn, lieldur góðan og öruggan sam-
starfsvilja.
Þess vegna er Breiðfirðingafélagð okkur liinn kjörni
vettvangur.
21. -- 9. — 1944.
Jón Emil Guðjónsson.