Breiðfirðingur - 01.04.1944, Page 109
BREIÐFIRÐINGUR
Hugurinn reikar heim á forna slóð,
hillir í fjarska sólin aftanrjóð
hæinn minn gamla, blikar silfurtær
bláelfur lítil þar í hvammi nær.
Mér er löngum minninganna hjal
mjúksárt líkt og brigðult kvennatal,
áður jafnan undi ég þó bezt
í örmum þeirra, sem mér reyndust verst.
Friðlaus er ég flökkumaður nú,
förlast mér lcjarkur, dofnar vonin sú,
er löngum skærast lífs míns þyrnibraut
lýsti, er forðum kraft og dirfsku þraut.
Ég kveð á morgun klökkur, vina min,
krýp þér að fótum, ástar baugahlín.
Alda — þú ert eini vinur minn.
Alda — kysstu mig í hinzta sinn.
STAKA.
Eftir dagsins súran sveita
sofa allir vært og rótt,
dásamlegra drauma leita.
Dætur jarðar, góða nótt.
SÖKNUÐUR,
Lag: Loch Lomond.
Er sólin kyssti daggir af dalablómum smám
og dróma nætur leysti þar heima,
undum við í bernskunnar blómalundi hám,
og bjartar hugðumst vonir okkar geyma.
Þá heyrðum við í fögnuði þýðan þrastaklið
og þúsund óma raddir i blænum,