Breiðfirðingur - 01.04.1944, Side 112
110
BREIÐFIRÐINGUR
var fyrsta forstöðukona Elliheimilisins Grundar i Reykja-
vík. Svanborg, sem fór til Vesturheims með manni sínum
og börnum 1890. Með henni fór móðir hennar vestur og
andaðist þar eflir stutta dvöl. Svanborg er fyrir skömmu
dáin. Hún var gáfuð kona og sköruleg. Birtust oft kvæði
eftir hana í vestanblöðunum. Hagyrðingsgáfa var þar
ættlæg.
Léttast mun þó Ólöfu í Skáleyjum hafa verið að kasta
frarn vísu, en flestar eru þær týndar, enda ekki gert ráð
fyrir löngum aldri, þegar þær fæðast.
Ólöf var góðkvendi, meðalhá, glæsileg og tigin í fasi,
andlitið frítt og gáfulegt. Sérstaklega voru fögur augun
og festa í munnsvipnum. Hún var búhyggin og kunni vel
að fara með fé sitt, þó veitul og glaðlynd jafnan. Hún tók
móður sína til sín, beygða af elli og armæðu, eftir að hún
liafði misst alla syni sína. Við mann sinn kvað liún í sam-
bandi við það:
Manngæzku ég þekkti þína,
þó hana bezt ég fann,
þegar þú gladdir móður mína,
mæddan aumingjann.
Eftir Ólöfu. er þessi visa:
Gott er að hitta var í vör
— varinn prýðir alla, —
en að setja var*) á vör
varlegt má ei kalla.
Niðursetningur var hjá Ólöfu, vitgrönn, málgefin og
vésmikil. Um hana kvað Ólöf og koma orðskrípi kerlingar
fram í vísunni:
Illan hrylling auðgrund fékk
— elli hyllist kvilli, —
að henni trylling gróf svo gekk
að hún grillir ei pryll á sylli.
*) Rekuvar.