Breiðfirðingur - 01.04.1944, Qupperneq 113
BREIÐFIRÐINGUR
111
Eftir Kristján, bróður Ólafar, er þessi vísa:
Hölda er misjafn hagurinn
heims um víðar álfur.
Mér er dýr hver dagurinn,
Drottinn veit það sjálfur.
Ólöf Jónsdóttir, annna þeirra Bæjarsystkina, var hag-
orð. Gísli Ivonráðsson kallar hana skáld. Eftir hana er
þessi vísa, þá er þjónustustúlka lijá Nefel, verzlunarstjóra
i Elatey, lokaði dyrum fyrir henni:
Iléðan hurt ég held á rás,
liirði lítt um trega,
þó dönsku portin dragi í lás
drósin heiðarlega.
Sveinbj. P. Guðmundsson.
TIL LESENDANNA
Ég færi þakkir öllum þeim, sem stuðlað hafa heint eða
óbeint að útgáfu þessa heftis Breiðfirðings. Ég þakka
Jakob J. Smára, adjunkt, þá velvild hans, að lesa 2. próf-
örk af ritinu.
Samstarfið við framkvæmdastjóra ritsins, fulltrúaráð
Breiðfirðingafélagsins, Félagsprentsmiðjuna og aði-a, sem
ég liefi þurft að leita til, hefir verið eius gott og hezt verð-
ur kosið.
Mér er ljóst, að ýmislegt má gagmýna í stíl og
öðru í þessu hefti, og ég geng þess ekki dulinn, að
ég hefi sums staðar fylgt lítt fyllstu málvöndunarkröfum.
En ég hið góðfúsan lesanda að liafa það i liuga, að engin
regla er án undantekninga, og það getur stundum verið
æskilegt að fylgja ekki sumum reglum máls og stíls fast
eftir. En auðvitað verður að fara út á þá hraut með mestu
varúð.