Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1945, Page 8

Breiðfirðingur - 01.04.1945, Page 8
c BREIÐFIRÐINGUR gaman að liitta gamla kunningja og rifja upp fornar endurminningar, ekki þarf maður að vera mjög aldur- hniginn til þess að meta það. Og fundir, eins og Breið- firðingafélagið liefur haldið í vetur, liafa veitt þátttak- endum sérstaka ánægju. Til dæmis var einn fundur helgaður fornum íslenzkum atriðum, sem eru farin að falla í gleymsku. Þar var rímnakveðskapur í gömlum stíl og þar voru sagðar draugasögur, er allir hlustuðu á með miklum áhuga, meðan öll ljós voru slökkt, nema týra, er lýsti framsögumanni. Baðstofulífið gamla er liorfið, en það er skemmtilegt og fróðlegt að endurvekja einliverja þætti þess við og við. Útvarpið liér á íslandi stuðlar að því með upplestri úr fornsögunum og nýrri bókmenntum líka. Sú þýðing, er liéraðafélögin hér í Bevkjavík hafa, er auðskilin. Þar sem sveitamenningin hefur verið undir- staða alls þess, sem varanlegt er og verðmætt i islenzkri menningu, þá er það ekki furðulegt, að fólk, sem býr nú í höfuðstaðnum, stuðli að þvi, að fornar minningar gleymist ekki og allt sé gert, sem liægt er, til þess að varðveita erfðavenjur, sem eru sannarlega þess virði að geymast. Við könnumst við slíka starfsemi fvrir vestan, sérstaklega meðal Norðmanna. í Minnesota og nærliggj- andi ríkjum halda þeir mót, venjulega á hverju sumri, — Telelag og Tröndelag og Vahlreslag, og þar fram eftir götunum. Af íslenzkum dæmum þekki ég bezt — á maður að segja sveitastoltið — hjá Austfirðingum. Því er þó ekki þannig1 farið, að ég kunni ekki nógu vel við það sjálfur. Eg tek líkast til þátt í því, eins og ég get, þótt maður viti, að það stækkar menn lítið, að haða sig í geislum forndýrðarinnar og miklast af afrekum löngu liðinna forfeðra. Sem dæmi um stolt Austfirð- inga, minnist ég þess, að aldrei gleyma þeir því, að Austurland varð síðasti landsfjórðungurinn til þess að ganga undir erlent kúgunarvald, þegar Norðmenn voru að ná íslandi undir sig 1262, eða um það levti. En sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.