Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1945, Page 21

Breiðfirðingur - 01.04.1945, Page 21
BREIÐFIRÐINGUR 19 Af húsinu fréttist ekkert nema það, að efni til þess væri fengið, en það átti að vera tilbúið um miðjan maí- mánuð, þvi að þá var svo ráð fyrir gert, að Þrándur sonur minn, 12 ára gamall, og ég færum vestur, til þess að vera þar í byrjun varptímans. Ég liafði komið þvi svo fyrir, að ég var búinn með ]iróf um 17. maí, og þá skyldi lagt sem fyrst af stað. Um þetta leyti náði ég tali af smiðnum vestra og spurði eftir liúsinu. Af því var það að frétta, að ekkert var byrjað á smíðinni, en þó farið að iilaða grunninn, og ekki tæki nema nokkra daga að slá upp skúrnum. Við létum þetta því ekki aftra för okkar og ákváðum, að leggja af stað með tjald og liggja í því, meðan verið væri að fullgera liúsið. Þann 19. maí var svo lagt af stað og vorum við svo heppnir að ná í bílferð alla leið og var annar áætlunar- bíllinn vöruliíll með nokkrum sætum og vormn við i honum með allt draslið, sem okkur fylgdi, en það var töluverður farangur. Segir lítið af þvi ferðalagi, fyrr en við komum í Stykkishólm um kvöldið, það gekk alll slysalaust. í Stykkisliólmi settumst við að í gistihúsinu. Ekki leið á löngu áður en við færum að grennslast eftir bátnum, sem smíðaður var þarna í Stykkishólmi. Það var verið að leggja seinustu hönd á verkið, koma fyrir vélinni og leggja kjaldragið. Þetta er myndarleg- ur bátur, traustlegur og virðist munu vera gott sjóskip. Morguninn eftir er báturinn svo settur á flot, og fóru ]ieir Þrándur og sonur smiðsins strax reynsluför á hon- um út á höfn. Hann gekk vel hjá þeim, en reynsluferð- in varð stutt og þeir komu róandi að landi, því að vél- in varð fljótt benzinlaus. Við höfðum vonað, að geta liaft samflot út í eyjar með smiðnum, sem lieima á í Arney og ætlaði þangað til bús sins, en svo vel varð nú ekki. Þetta var 20. maí og nú var skilnaðar- og lýðveldisatkvæðagreiðslan að byrja. Þeir Arneyjarfeðgar þurftu því að fara lil Dag- verðarness, en þar er þeirra þingstaður, og vera komnir 2*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.