Breiðfirðingur - 01.04.1945, Qupperneq 50
48
BREIÐFIRÐINGUH
ið til sem sérstakt býli, sem margt virðist benda til, þá
Iiefir Geiradalsland náð alla leið lil sjávar.
Þjóðvegurinn, sem liggur niður við sjó, hefir þá legið
yfir Geiradalsland. Þar bafa vegfarendur getað hitt
Geiradalsfólkið t. d. við heyvinnu. Allt þetta befir getað
stutt að því, að Geiradalsnafnið fluttist niður á héraðið.
Auk þess liefir Þórarinn krókur dvalið tiltölulega stutt
í héraðinu, en Geiradalsfeðgar líklega verið einna þekkt-
astir ut á við af héraðsbúum, eftir að þeir settust þarna
að.
Svo virðist sem Ingunn hafi misst Glúm, mann sinn,
eftir fremur stutta sambúð, því sonur þeirra gekk undir
nafninu: Þórður Ingunnarson. Þegar Ingunn selur land
sitt, sem liún hefir að líkindum fengið skipt úr Geira-
dalslandi, þá má búast við því, að sambandi jarðanna
hafi verið slitið að fullu, og hefir Geiradalur þá tapað
hinum ágætu engjum og búskapurinn þar gengið sam-
an. Jörðin, sem er frekar afskekkt, liefir þá síður verið
setin af merkum mönnum. I sorta niðurlægingarinnar
befir Geiradalur svo tapað sínu rétta nafni og orðið
eins konar „glcrbrot á mannfélagsins liaug“.
I Gautsdal liefir verið bænahús fyrr á öldum, þvi enn
er Bænhúshóll þar í túninu og Bænhúsfoss í ánni rétt
við túnið. Valshamar á land austan mégin við ána, en
þar er allstór engjaldettur, sem kallaður er Partur, en
liét áður Bænhúspartur og heyrði undir Gautsdal, en
er nú löngu lagður undir Valshamar aftur.
Líklega liefir einhver gefið bænahúsinu þenna engja-
blett fyrir sálu sinni, og sýnir það, að bændur í Gauts-
dal hafa verið í slægnahraki og þetta því verið álitin
happadrýgsta gjöfin, sem bænahúsið gæti fengið.
Ég ætla nú að sýna hvernig ég hygg að nafnabreyt-
ingin bafi orðið smátt og smátt.
Jarðatal á Islandi, gefið út af .1. Jobnsen árið 1847,
ritar nafnið á bænum svona: Gaurs-(Gauts)dalur, og
sýnir það óvissuna um nafnið. Þegar ég var 6—7 ára