Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1946, Blaðsíða 52

Breiðfirðingur - 01.04.1946, Blaðsíða 52
42 BREIÐFIRÐINGUR Þeir lágu svo þarna það sem eftir var dagsins, nótt- ina eftir og fram á næsta dag nær hádegi. Lægði þá veðr- ið nokkuð, svo að Snæbirni virtist ekki vonlaust um, að voðhæft myndi vera. Þeir félagar voru þá allmjög aðþrengdir, bæði af vosbúð og sulti, því að þá tíðkað- izt ekki, að hafa með sér nesti i eins dags róður, annað en blöndu til drykkjar. Legustrengur þeirra var þá orð- inn svo lúður og teygður, að óvíst var hversu lengi hann dygði úr því. Snæbjörn réð þvi af að leysa upp, rifa seglið og reyna að slaga upp undir Skerið. En er seglið kom upp, reyndist veðrið lítt við leggjandi. Og er þeir höfðu tekið fjóra slagi, höfðu þeir fremur fjarlægzt en nálgazt Skerið. Tóku þeir svo finmita slaginn og létu hann standa suður í Bjarneyjarál, en þangað munu vera sem næst 7 sjómílur, og svo þann sjötta vestur aftur, og náðu þá undir „Bjálfatanga“, yzta tanga Odd- bjarnarskers. — Síðar sagðist Snæbirni svo frá, að i það sinn hefði hann teflt djarfast á siglingu á æfi sinni, siglt bókstaflega upp á líf og dauða. Því oft hefði bát- urinn þá ausið sig sjálfur. Þegar kom að Bjálfatanga, var seglið fellt og tekið til ára, en hvernig sem Snæbjörn skipaði hásetum sín- um, fékk hann ekki fullróið á móti sér, og hvorki gekk né rak, þar til að hann lét þrennt fara á annað borð- ið, en var einn á hitt, en varð þá að láta slá upp á þá þremenningana. Með þessu móti náðu þau lendingu i svo nefndum „Ketilvog“, sem er austan megin Bjálfa- tangans. Einstöku sinnum er lent þar, þegar ekki næst í réttu lendinguna norðan megin skersins sökum ofviðris. Þegar Snæbjörn leysti frá sér brókarlindann þar í sandinum, var hnédjúpur sjór í brókinni. Taldi hann að það hefði að mestu leyti stafað af því, að hann hafi lengst af verið fram í, meðan þeir lágu, til að líta eftir legustrengnum, gefa út og draga inn eftir ástæð- um, og orðið því fyrir mestri ágjöf. Mjög dáðist Snæ- björn æ síðan að tápi Kristínar, því að hún var lítt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.