Breiðfirðingur - 01.04.1946, Blaðsíða 70
60
BREIÐFIRÐINGUR
sinn voru þeir í kofnafari saman, Árni og Ari Steins-
son. Þeir voru að „taka“ í eyju þeirri, er Sýrey heitir.
Áfastur eyju þessari er grashólmi litill mjög, er Páls-
flaga er nefndur. í grashólma þessum eru fáeinar
lundaliolur, en sjálfsagt þótti þá að nota allt og einnig
það, sem í þessum hólma fengist.
Þennan dag stóð svo á, að Árni Gíslason hafði sopið
heldur mikið á, og þótti því smáhólmi þessi honum
tilkjörinn vígvöllur, af þeim, er tilhögun verksins réðu.
Árni gekk svo til verks síns, en varð það all-drjúgt,
því um kvöldið kom hann með 11 kofur til samverka-
manna sinna. Fengurinn þótti frekar smár, því vanir
kofnamenn tóku oft um 3 hundruð tólfræð á dag. Er
Árni skilaði þessum feng, kvað Ari Steinsson:
Hetjan hress við fleinafund
feigðar keyrði veginn
ellefu skessur eina stund,
unda-dreyra sleginn.
1 kofnafari þessu voru 4 unglingar: Ólafur Eirikur
Sigurðsson, Sigurgarður Sturluson, Sigurvin Hansson
og hinum fjórða hefi ég ekki fengið nafnaskil á. Ólaf-
ur og Sigurgarður eru nú látnir, en Sigurvin er enn
á lífi á Isafirði. Að gamni hafði Ari gefið piltum auka-
nöfn, nokkuð sniðin eftir atferli þeirra við starfið. Ólaf
kallaði hann „Snúðharð“, Sigurvin „Skriðfinn“, Sigur-
garð „Snargarð“, og hinn fjórða „Vindharð“. Og svo
fengu þeir vísu þessa hjá Ara í nafnfesti:
Snar í hóti Snúðharður.
Snýst í gjótum Skriðfinnur.
Veltir þrjótum Vindharður.
Veifar fótum Snargarður.
Eitt sinn var það í kofnafarinu, að Sigurvin átti að
hita kaffi fyrir kofnamenn, en kaffi var þá ekki hitað