Breiðfirðingur - 01.04.1991, Qupperneq 19
I' SNÓKSDAL
17
hnekkja konungshylli Daða, sem hann hafði notið.29 Var þá
raunar svo komið málum landsmanna, að konung mátti einu
gilda hvort hann hafði Daða í Snóksdal með sér eða ekki. Til
hans var ekki framar leitað úr konungsgarði.
En eftir standa sagnir Jóns Gissurarsonar um harðdrægni
Daða, og er þannig frá gengið að þær munu seint gleymast,
þótt halla kunni á Snóksdalsbóndann. Segir Jón frá
umkomulitlum bónda er Haukur hét og kom í Snóksdal.
Hann hafði bréf meðferðis og vildi sanna með því eignarrétt
á jörð sinni. Daði lét sveina sína gera hann ofurölvi og
rændu þeir bréfinu. Þá glúpnaði Haukur, þegar hann rank-
aði við sér og fann að bréfið var horfið, og sagði: „“þetta er
veröldin“, og því er sá málsháttur: „þetta er veröldin, sagði
Haukur, bréfið var tekið úr púngi hans“.“
Annar málmur er í svari gömlu konunnar, sem Jón segir
frá. Hún var rík og átti jarðir, fór Daði til hennar og tók þau
bréf sem hann vildi, kveikti eld og brenndi bréfin fyrir
hennar augum. Þá átti gamla konan að hafa sagt: „Guð skili
þig svo við himiríki, sem þú skilur mig við eignir og óðul“.
En Daði tók að sögn séra Jóns „rauða skildahúfu og kastaði
til hennar, sagði hún skyldi hana fyrir sín bréf hafa.“30
Pá hafa kvennamál Daða orðið honum til ávirðingar, og
þurfti hann oftsinnis aflausnarbréf og kvittun biskupa vegna
óleyfilegrar sambúðar við Ingveldi frændkonu sína Árna-
dóttur. Kom sér vafalaust vel fyrir Daða að hafa vinfengi
Skálholtsbiskupa og hylli konungs, bæði sökum barneigna-
brota og auðsöfnunar. En ekki verður séð að Daði sækist
eftir völdum eða metorðum utan héraðs, og er því við-
brugðið að hann reyndist ófáanlegur til að taka við lög-
mannsstörfum, þegar leitað var eftir því við hann 1547. Þá
bar hann við framaleysi og fákunnandi og sagði að lögmaður
þyrfti að vera „mektugur, vís og hygginn, sakir þess ofsa og
óréttar, sem þá fram fari og farið hefði í nokkur forliðin ár
í íslandi.“31 Veit ég ekki glöggt hvað undir býr, en varla er
þetta ómerkilegur dráttur í svipmóti Snóksdalsbóndans,
þessa mikilúðlega fulltrúa höfðingjavaldsins forna.