Breiðfirðingur - 01.04.1991, Síða 22
20
BREIÐFIRÐINGUR
flestu snúið Daða í vil og er ekki að vænta hlutlausrar frá-
sagnar um eitt eða neitt. Daði sakar biskup og biskupsmenn
um heimreiðir, spjöll og fjárupptektir á búum sínum. Segir
Daði að biskup Jón hafi viljað ríða á heimili sitt um vorið
eftir páska 1549; hafi hann þá haldið 60 menn eða stundum
80 fram yfir fardaga, hafi biskup snúið undan og suður í
Borgarfjörð á jörð sína þar, Signýjastaði. Pá um haustið
sendi biskup sonu sína, Björn og Ara, vestur fyrir Snæfells-
jökul, og sóttu þeir þangað Martein Einarsson vígðan Skál-
holtsbiskup. Höfðu þeir að sögn Daða hundrað hermenn
eða fleiri.
„og fluttu hann og síra Árna Arnórsson úr Hítardal heim
í Snóksdal til mín,“ segir Daði, „settu þar tjöld nærri tún-
inu, skrifuðu mér til heim með hugmóðugheit að eg skylda
nú sækja þá upp yfir túnið og þeim lægi nú meira á en þá
eg hafði verið fyrir hermannaflokki í Skálholti og varið
sínum föður biskup Jóni dómkirkjuna þar, so hann hefði
ekki mátt hreinsa hana af þeirri vondslegri saurgan og sví-
virðingu, sem henni hefði í langa tíma gjörð verið ókristi-
lega. So og hefði hann ekki til komist að gjöra þar aðra
biskuplega skyldu, sem væri kennimanna vígslur og krisma,
barnafermingar og annað fleira biskupslegt embætti að
veita.“
Kemur glöggt fram, hve biskupssonum er þungt í skapi
vegna atburðanna í Skálholti 1548. En ekki urðu heimsóknir
í Snóksdal eða átök að þessu sinni.
Marteinn Einarsson frá Stað á Snæfellsnesi, mágur Daða,
kom til Islands vígður Skálholtsbiskup á vormánuðum eða
fyrra hluta sumars 1549. Sama sumar fóru synir Jóns biskups
Arasonar með lið vestur á Snæfellsnes, að Marteini biskupi.
Par tóku þeir Martein til fanga og séra Árna Arnórsson prest
í Hítardal. Lá leið þeirra hjá garði í Snóksdal, sem glöggt
mátti sjá af framburði Daða, sem áður var vitnað til. Hefur
trúlega verið eins gott fyrir Snóksdalsbónda að eiga liðs von,
ef í odda skærist.
Gömul sögn er um Jón Sigurðsson, Iiðsmann Daða, sem