Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 29
í SNÓKSDAL
27
Brúnn stökk yfir hina.57 Herstjórnarmaðurinn, sem beið
tækilegs dags að læðast upp með á að koma óvinum sínum á
óvart að Sauðafelli, reið svo að búi sínu dimman þokudag og
lét menn flesta hafa yfir sér gráar síðhempur, samlitar þok-
unni, og tvímenna, svo að menn biskups Jóns héldu, að ekki
væri mikið um flokk Daða.58 Þetta er sá veruleiki sem aldrei
getur orðið ósannur, því hann er ofinn draumsýnum þjóðar-
innar sjálfrar.
Þórunn hét dóttir Daða í Snóksdal og átti Björn fyrir
mann, son Hannesar Eggertssonar hirðstjóra. „Af þeim er
Snóksdalsætt“, segir í ættarskrám. Sonur þeirra var Hannes
Björnsson, sem lengi bjó í Snóksdal. Par bjó Eggert, sonur
hans einnig. Sonur Eggerts var Hannes bóndi og lögréttu-
maður í Snóksdal. Hann átti Jórunni fyrir konu, dóttur Jóns
sýslumanns Magnússonar í Haga. Hafa þeir frændur verið
gegnir bændur og gildir. Synir Hannesar Eggertssonar lög-
réttumanns í Snóksdal voru þeir Þórður bóndi í Snóksdal og
Jón, sem hér var prestur. Sonur séra Jóns Hannessonar hét
Magnús stundum nefndur Magnús stúdent, bóndi á Hóli í
Hörðudal og í Snóksdal, kunnur m.a. af barneignabrotum,
sem þóttu með þeim ólíkindum að fært er í þjóðsögur að
hann hafi gengið í hamra á unga aldri og orðið fyrir álögum
stúlku, sem þar átti heima og hann vildi ekki þýðastA' Frá
Magnúsi fékk Árni Magnússon merk handrit, sem enn eru
til. Sonur Magnúsar var Árni sem kenndur er við Geita-
stekki í Hörðudal, Árni Magnússon frá Geitastekk, víðförull
og kunnur af skemmtilegri ferðabók, sem hefur verið
prentuð og margir þekkja.60
Úr því að kemur fram á 17. öld má rekja sig áfram eftir
vísitasíum biskupa og síðar jafnframt prófasta og eftir
ýmsunr öðrum gögnum um kirkjur og kirkjueignir.61 Það er
meira efni en svo að ég fái komið því að hér, nema litlu einu.
Brynjólfur biskup Sveinsson ríður í hlað
Samt langar mig að biðja ykkur að gera með mér stuttan
stans hér í Snóksdal á tímum Eggerts bónda Hannessonar og