Breiðfirðingur - 01.04.1991, Síða 30
28
BREIÐFIRÐINGUR
Halldóru Hákonardóttur frá Nesi við Seltjörn, nánar tiltekið
20. sept. 1639. Þá reið biskup í hlað, frábær rækslumaður í
embætti, í fyrstu vísitasíuferð sinni um Skálholtsbiskups-
dæmi, hafði verið sumarlangt biskup í Skálholti. Par var
Brynjólfur Sveinsson á ferð. Mann getur grunað, að þá hafi
hugur Brynjólfs leitað aftur í tímann til myrkvastofunnar í
Snóksdal, sem geymdi Jón Arason og syni hans fáeina haust-
daga fyrir réttum 89 árum, og til bóndans í Snóksdal, sem þá
var og hafði reynst Hólakempunni drýgri í viðskiptum. Og
ekki er mér grunlaust um, að biskupinn gamli frá Hólum,
sem forðum sat hér fanginn, hafi átt samúð biskupsins unga,
sem nú bar að garði undir öðrum kringumstæðum, þótt
eitthvað greindi á í kirkjumálum, enda var Brynjólfur
Sveinsson afkomandi Jóns biskups Arasonar, sem fyrr sagði,
fjórði maður frá Jóni. Um hitt hvernig Brynjólfur hugsaði þá
til Daða bónda, skal ég ekkert segja. Slíkt er ekki fært í vísi-
tasíubækur.
I vísitasíunni er hins vegar skýrt frá ástandi kirkjunnar og
taldar eigur hennar í föstu og lausu jafnframt því sem lýst er
stærð. Jarðeignir og ítök á kirkjan sem áður var greint frá
eftir máldögum, og vantar ekkert á. Kirkjubyggingin er
„sterk og stæðileg, alþiljuð, með bekkjum umhverfis og fjala-
gólfi, hurð með járnum og læsingu að innan.“ Meðal kirkju-
gripa eru þrír höklar, einn ofinn af silki og vírþráð með silki
saumuðum krossi, annar forn með rauðum krossi, þriðji
tvinnaofinn með bláu og grasgrænu, altarisklæði tvö, „annað
vænt með sprang, tvær stólur ofnar í damask“, altarisbrún
„með upphöfðu verki“ og „önnur með gyllinistykki.“ „Silfur-
kaleikur er vænn og sterkur með gullfargi með patínu,“
„Stephanusskríni málað.“ „Skorin brík yfir altarinu með
gullfargi og tjald málað.“ Önnur „máluð brík yfir altarinu
með vængjum.“ „Tvær koparpípur vænar,“ og „kopar-
hjálmur með sex pípum.“ „Vatnskarl af kopar með leóns-
mynd.“ „Málað tjald lítið öðru megin kórsins framan“ og
„dúkur með Kristmark." „Tveir setustólar“ og „tvær
klukkur vænar.“ Biblía er í kirkjunni á norrænu prentuð, og