Breiðfirðingur - 01.04.1991, Síða 31
I' SNÓKSDAL
29
hefur verið Guðbrandsbiblía. Ekki er þó allt talið. Þá eru
nefndir bæir sem liggja til kirkjunnar til sóknar, tíundar og
lýsitolla, og er jarðardýrleiki við hvern bæ. Þeir eru 15 í
Hörðudalshreppi og Dunk að auki, þar sem var hálfkirkja;
ennfremur Hörðuból og Snóksdalur. Vísitasía er prentuð í
heild aftan við greinina.
Verður nú að fara fljótt yfir sögu, þótt heimildir gerist æ
því meiri sem nær dregur okkar tímum. Hannes Eggertsson
lést 1655, og árið eftir gerði Jórunn Jónsdóttir portíureikn-
ing fyrir Snóksdalskirkju um þau fimmtán ár sem þau
Hannes höfðu haldið staðinn. Meðal kirkjubóta má nefna
„grjótstétt fyrir kirkjudyrum“ og „glerglugg“. Þórður biskup
Þorláksson vísiteraði 1675 í tíð bræðra Þórðar bónda og séra
Jóns Hannessona. Þá var kirkja gömul, en stæðileg, í sex
stafgólfum, alþiljuð og glergluggi yfir predikunarstól.
Hálfþil var með dyraumbúningi milli kórs og framkirkju, svo
sem lengi var venja.
Meistari Vídalín 1699
í vísitasíu Jóns Vídalíns 2. ágúst 1699 sést að kór kirkjunnar
er í tveimur stafgólfum, framkirkjan í fjórum. Predikunar-
stóll er málaður „með úthöggnu verki“, sem Þórður Hannes-
son hafði lagt kirkjunni til, og hafði hann einnig látið flytja
steinhellur „til gólfs í kirkjuna.“ Nú var önnur kirkju-
klukkan gamla farin, og tjáðist hún hefði siglt „eftir kóng-
legrar majestatis befalningu“. Guðbjörg Jónsdóttir hafði
látið kaupa nýja klukku til kirkjunnar. Hlýtur að vera átt við
Guðbjörgu Jónsdóttur á Hóli í Hörðudal, sem áður var gift
séra Jóni Hannessyni í Snóksdal, móðir Magnúsar stúdents
Jónssonar í Snóksdal. Þau Þórður Hannesson voru kirkju-
verjarar sem biskup Jón Vídalín kallar (proprietariis).
Samdist svo með þeim að Guðbjörg skyldi halda við þremur
innstu stafgólfum kirkjunnar og sjá um kirkjuskrúðann, en
Þórður annast um þrjú fremstu stafgólfin allt inn að fjórða
staf.
Klukkan sem fór úr landi mun hafa verið brostin, en