Breiðfirðingur - 01.04.1991, Qupperneq 33
í SNÓKSDAL
31
önnur gömul var eftir, heil og hljóðgóð, og er hún enn til,
með steyptu nafni Hannesar bónda í Snóksdal og ártalinu
1595. Klukkan sem Guðbjörg lagði til entist illa. Hún varð
fljótlega hljóðdauf, og kom í ljós að hún var rifin og þurfti
að fá nýja. Þá klukku lét Þorbjörg Hannesdóttir kaupa til
kirkjunnar, og kostaði hún 17 rd. 4 m. og 8 sk. eftir reikningi
kaupmannsins til Stykkishólmshafnar, Jens Julby, dat. 4.
ágúst 1752. Þorbjörg Hannesdóttir var húsfreyja í Snóksdal,
af Snóksdalsætt, sonardóttir Þórðar Hannessonar, en kona
Guðmundar Pálssonar bónda í Snóksdal. Sonur þeirra var
Ólafur Snóksdalín. Á klukkunni er ártalið 1752, og í
Snóksdal er hún komin í júnímánuði 1753, þegar prófastur
vísiterar. Síðan hefur hún gegnt hlutverki sínu hér í kirkj-
unni ásamt gömlu klukkunni og gegnir enn.
Af kirkjugripum sem taldir eru í vísitasíu Jóns Vídalíns
1699 koma á óvart tvö Maríulíkneski, sem þar skjóta upp
kollinum. Annað þeirra var til hliðar sunnan fram í kirkj-
unni af tré og voru brotnar af báðar hendur. Þessar tré-
myndir af Maríu guðsmóður voru áfram í kirkjunni á 18. öld
og hverfa sýnum án þess ég viti hvað af varð.
Kirkjugripir gengu úr sér, aðrir komu í staðinn eða bætt-
ust við. Dæmi er biblía kirkjunnar, sem var í tveimur
bindum, ennþá vel með farin í vísitasíu Þórðar biskups 1675,
annað bindið í blöðum, og hitt ekki fyrir sjónum þegar
biskup vísiteraði 1725. í vísitasíu biskups 1750 er „biblíu-
parturinn úrgenginn“, og lýkur þannig sögu Guðbrands-
biblíu í Snóksdal, en kirkjan eignaðist Steinsbiblíu.
Betur hefur farið fyrir silfurkaleiknum væna og sterka,
sem Brynjólfur biskup nefnir í vísitasíu sinni árið 1639.
Trúlega er það kaleikur sem enn er í kirkjunni, gamall
gripur og virðulegur, en hefur ekki komist hjá skemmdum.
Þór Magnússon þjóðminjavörður hefur gætt að silfurmerki,
og kom í ljós að kaleikurinn er enskur að uppruna, Lundún-
asmíði frá árunum 1532-33. Þó er skálin yngri.
Lönd kirkjunnar og ítök eru jafnan talin samviskusamlega
fram, en hafa verið misjafnt notadrjúg. Þannig er haft