Breiðfirðingur - 01.04.1991, Side 35
I' SNÓKSDAL
33
eftir eigendum í vísitasíu Jóns Vídalíns 1710, að „raft-
viðurinn í Sveinatunguskógi sé nú að öngvu gagni.“ Það
kemur heim við jarðabók Árna og Páls frá svipuðum tíma,
þar sem segir að skógur til kolagjörðar og eldiviðar taki
mjög að þverra í Sveinatungu. Þá er tekið fram í vísitasíu
1710, að „ei heldur sé brúkuð sölvatekja í Saurbæjarfjöru.“
Snóksdalskirkja 1721
Elsta varðveitt prófastsvísitasía Snóksdalskirkju er frá 1721.
Má eftir það fá allglögga hugmynd um einstakar kirkjubygg-
ingar í Snóksdal bæði af vísitasíum prófasta og biskupa. Það
er þó meira mál en hér verði glögglega rakið. Þó skal það
nefnt að kirkjan sem stóð 1721 og nokkuð áfram var í sjö
stafgólfum, fimm í framkirkju, tvö í kór, alþiljuð innan, og
einlægt vænt þilgólf í kór og innsta stafgólfi framkirkju, „þar
fyrir framan steingólf og fjala kvennamegin.“ Glergluggi var
yfir altari og annar yfir predikunarstól. í kór voru bekkir
með veggjum og þili, eins og tíðkanlegt var, og hafa þar
setið bændur og kannske betri bænda synir eða þeir aðrir
sem til þess þóttu hæfir. Langbekkir voru í framkirkju með
veggjum, en þar voru innst kvennamegin eða að norðan-
verðu þrjú kvensæti með bríkum og bakslám, tillögð af
Hannesi bónda Þórðarsyni og Þórði Hannessyni, föður
hans. Þar hafa húsfreyjur átt sæti, sem ekki þótti hæfa að
sætu á langbekkjum með öðrum konum virðingarminni eða
stæðu á gólfi með almúgakonum. Sunnanmegin í framkirkju
var körlum ætlaður staður, þeim sem ekki komust í kór. Og
hélst þessi skipan lengi.
Árið 1737 var kirkjan tekin niður og byggð upp af nýjum
og fornum uppsköfnum viðum, áfram í sjö stafgólfum. Sú
kirkjubygging stóð þó ekki lengi. Hún var tekin að velli 1759
í tíð Snóksdalsbænda Jóns Magnússonar, sonar Magnúsar
stúdents Jónssonar, og Guðmundar Pálssonar. Þá reis kirkja
í sex stafgólfum, tveim í kór og fjórum í framkirkju, en
aukið rými fékkst við það að kirkjan var hækkuð og sett þil-
gólf yfir þverslár í fremstu stafgólfum framkirkju. Auk