Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 37
í SNÓKSDAL
35
Bænhús á Hrafnabjörgum
Um bænhús á Hrafnabjörgum er getið í Hrafnabjargabréfi,
sem svo er nefnt, kaupbréfi frá árinu 1393 sem er varðveitt
í ungu eftirriti.62 í bréfinu er nefnt bænhús sem á skóg allan
í Pálsholti, en það er nafn á stóru holti í Álfatraðalandi næst
fyrir utan Skraumu ofanvert við götuna sem áður lá út með
sjónum, fyrir löngu orðið hríslaust. Um bænhús á Hrafna-
björgum eru ekki frekari ritheimildir og engar sagnir svo að
vitað sé. Hins vegar hafði Jón Jónsson sem var í Hlíð í
Hörðudal á síðustu öld heyrt menn tala um kirkju eða bæn-
hús á Laugum í Laugardal og lætur hann svo heita að bæn-
húsið hafi verið á Hrafnabjörgum eða Laugum alllíklega að
Laugum, því að á Hrafnabjörgum hafi menn ekki heyrt
getið um nokkurt bænhús.63 Verður þetta allt í'óvissu.
Hálfkirkja á Dunk
Hins vegar eru heimildir traustar um hálfkirkju sem var
lengi á Dunk. Máldagi hennar er til frá tímum Gísla Jóns-
sonar biskups í Skálholti (1558-87). Pá var spurt hvort
mönnum virtist þörf á því að kirkjan stæði á Dunk, og svör-
uðu þeir játandi sem spurðir voru.64
Ekki verður séð að prófastar eigi oft leið að Dunk í vísi-
tasíuferðum, því síður að biskupar komi þar. Pó reið Jón
Þórarinsson prófastur þangað út eftir 20. okt. 1721 fyrir
eftirleitni og að bón sóknarprestsins séra Guðmundar Ei-
ríkssonar. Voru þá eignir smáar: tvö málnytukúgildi, sem
eigandi minntist þó ekki að hafa tekið við, en stóðu í Gísla-
máldaga og áður hafði verið gengið eftir í vísitasíu prófasts
árið 1700. Af gripum vekja athygli „tvö líkneski yfir hliðum
altarisins og skápur þar á milli, með hurðu á lömum“.
Kirkjan sjálf er í fjórum stafgólfum, kórinn í einu, fram-
kirkjan í þremur, hrörleg og tilgengin að öllum viðum, og
„veggirnir að falli komnir.“
Kirkja stóð þó enn um hríð á Dunk, nefnd bænhús í Jarða-
bók Orms Daðasonar frá 1731; segir að þar sé embættað vor
og haust.65 í bréfi 6. júní 1753 svarar séra Magnús Árnason