Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 45
f SNÓKSDAL
43
Húsið er nýendurbyggt af timbri, 15'/2 alin á lengd og 10
álnir á breidd utan stafa, í 7 stafgólfum með tilhlýðilegu
bindingsverki; stafir kirkjunnar 4 álna háir. í kirkjunni
eru aðeins 6 bitar, þar miðkórinn er bitalaus, með 8
sperrum og 8 stöfum á hvorri hlið; 8 gólfslám með enda-
fótstykkjum. Fyllingahvelfing er yfir kórnum, en setuloft
er í framkirkjunni og slétt loft yfir á skammbitum, með 6
stólum þvert um hvorum megin og gangrúmi á milli.
Innan við setuloftið eru renndir pílárar. Niðri í framkirkj-
unni eru 7 sæti hvorum megin, með bríkum að framan og
bakslám, en 3 bogar með 4 stólpum og tilhlýðilegu bind-
ingsverki í bita að skilja kór og framkirkju. Bekkir eru
umhverfis kórinn og einn fastur og annar laus stóll hvors-
vegar við altari. Predikunarstóllinn er við austurgafl með
hurð fyrir upp yfir altari. Altarið er hið sama og var, grát-
urnar eru með renndum pílárum umhverfis. Kórinn með
hvelfingunni og framkirkjan niðri ásamt bríkum og bak-
slám á sætum er málað og sömuleiðis predikunarstóll og
altari með grátunum og pílárunum framan undir setuloft-
inu. Prjú sexrúðu gluggafög eru á hvorri hlið niðri og sitt
sexrúða gluggafag lítið eitt minna á hvorum gafli. Timb-
urgólf úr óflettum borðum er í allri kirkjunni, og hún er
þiljuð innan með sléttu paneli úr flettum borðum. Innra
þak kirkjunnar er plægð skarsúð, en ytra þak rennisúð.
Upp af fremsta stafgólfi kirkjunnar er turn, sem stendur á
4 stólpum niður á bita. Neðan undir þakskegginu á turn-
inum er farfaður laufaskurður. Fyrir kirkjunni er sterk
spjaldahurð með þrenr sterkunr lömum og íslenskri skrá
með 3 hleypijárnum. Ytri hurðir, tvær hvítmálaðar
vængjahurðir, eru smíðaðar til kirkjunnar. Frá smíði
kirkjunnar er vel gengið bæði að utan og innan. Undir
kirkjuna er hlaðinn grunnmúr úr grjóti, en til að verja
hann skemmdum og varna innfoki undir kirkjuna ber
sóknarmönnum að hlaða upp að honum grasbekk upp
undir vatnsbretti, sem hallist út frá henni á alla vegu; og
sömuleiðis að leggja steintröppur upp að kirkjunni á allar