Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 47
í SNÓKSDAL
45
Vindskífa af veðurvita kirkjunnar 1875. Ljósm. Erlingur Guðmundsson.
síður 4 álnir, og má ekki taka neina gröf á því svæði, svo
það verði ekki til hindrunar fyrir kirkjustígnum.
Þannig lýsir séra Jón Guttormsson húsinu, kirkjunni sem við
erum stödd í. Að líkindum hefur prófastur vígt hana haustið
1875, eða hugsanlega ekki fyrr en 1876.
Byggingarkostnaður kirkjunnar var samanlagt 3775
krónur, 53 aurar. Hann skiptist þannig, að trjáviður allur var
á 1712 krónur og 91 eyri (1), naglar af öllum sortum kr.
169.82 (2), lamir og járnspángir kr. 4.66 (3), upp í viðar-
flutningskostnað (sjóveg) kr. 126 (4), smíðalaun kr. 819 (5),
fæði smiðanna kr. 592 (6), rúður, farfi og að mála kirkjuna
kr. 276.14 (7), til lýsingar við smíðið kr. 5 (8), ferðakostn-
aður yfirsmiðsins kr. 10 (9), fyrir alla umsjón og útvegun kr.
60 (10). Á móti þessu kom sjóður kirkjunnar (1) og auk þess
kirkjan gamla virt á kr. 380 (2) og smá kubbar seldir við upp-
boð á kr. 25.62 (3). Telst prófasti svo til að skuld kirkjunnar
í fardögum 1876 sé kr. 1209.35. Byggingarreikningurinn er
undirritaður á Gunnarsstöðum í ágúst 1876 af Kristjáni
Kristjánssyni, umsjónarmanni.
Um smíði kirkjunnar í einstökum greinum er mér ekki
kunnugt sem vert væri. Annað hvort er að heimildir eru