Breiðfirðingur - 01.04.1991, Síða 48
46
BREIÐFIRÐINGUR
fáskrúðugar eða hitt að ég hef ekki reynst fundvís á þær. Um
það tjóar ekki að fást, og verður að tjalda því sem til er.
í byggingarreikningi Snóksdalskirkju, sem sendur var
biskupi og ég vitnaði til áðan, er í níunda lið ferðakostnaður
yfirsmiðsins að upphæð 10 krónur. Þessi sami reikningur er
færður inn í kirkjustólsbók Snóksdalskirkju frá síðustu öld,
sem hefur verið í vörslu Bergjóns Kristjánssonar bónda.
Hann þarf ekki að kynna. Mega margir kirkjugestir minnast
þeirra hjóna Bergjóns og Ásthildar Jónasdóttur og þakka
góðar móttökur á liðnum árum.
í þessari bók er níundi liður byggingarreikningsins orð-
aður eilítið öðruvísi, og stendur þar: „Ferðakostnaður Ein-
ars smiðs kr. 10.“ Ekki hafði ég heyrt þessa manns getið við
byggingu kirkjunnar, áður en ég sá nafn hans í kirkjubók-
inni, og var hængur á, þar sem vantaði föðurnafnið, en
margur hefur fengist við smíðar og heitið Einar. Reyndi ég
áfram að halda uppi spurnum um kirkjusmiðinn hjá rosknu
fólki, og forðaðist að nefna nokkurt nafn að fyrra bragði. Þá
spurði ég Guðmund Kristjánsson á Hörðubóli, hver hefði
smíðað Snóksdalskirkju, og kom mér satt að segja á óvart
þegar hann svaraði eftir litla umhugsun: „Móðir mín sagði
mér að móðurbróðir hennar sem hét Einar hefði byggt kirkj-
una.“ Móðir Guðmundar var Ólafía Katrín Hansdóttir frá
Gautastöðum, en móðurbróðir hennar var Einar Sigurðsson
frá Kaðalsstöðum. Hann var þriðji maður frá séra Snorra
Björnssyni á Húsafelli, fæddur 1833 á Hofsstöðum í Staf-
holtstungum. Einar lést 1902, og eru æviatriði hans rakin
stuttlega í minningargrein í ísafold 27. jan. 1903. Segir þar
að hann hafi farið eftir fermingu (um 16 ára) til Reykjavíkur
og komið sér fyrir sem vikadrengur hjá lærðum smiði sem
þar var, Gústaf Ahrenz timburmeistara frá Mecklenburg,
sem vann við byggingu dómkirkjunnar 1847 og dvaldist
áfram í Reykjavík. Fór Einar að fást við smíðar, og segir
höfundur greinarinnar að hann hafi smíðað jöfnum höndum
tré, járn og kopar og unnið í mörg ár að smíðum hér á landi,
einkum í Mýra- og Snæfellsnesssýslum. Síðar fór Einar til