Breiðfirðingur - 01.04.1991, Síða 49
í SNÓKSDAL
47
Vesturheims og stundaði þar smíðar um árabil, en lést hér
heima. Umsögn Guðmundar á Hörðubóli bar ég undir
systur hans, Kristínu Kristjánsdóttur, sem staðfesti hana.
Áður en ég rakst á nafn Einars smiðs í kirkjubókinni, var
mér sagt af öldruðu fólki að Halldór Bjarnason frá Litlugröf
í Borgarhreppi hefði smíðað Snóksdalskirkju. Halldór flutt-
ist frá Litlugröf um það leyti sem kirkjan var byggði og bjó
á Hörðubóli á næstu árum, eða frá 1875-80 að því er segir í
Dalamönnum. Hann lést 1902. Stutt minningargrein um
Halldór er í ísafold, 27. jan. 1903, næst á eftir greininni um
Einar smið Sigurðsson, og er þó merkt öðrum höfundi. Þar
segir frá störfum Halldórs, að hann smíðaði um dagana 7
kirkjur nýjar, en gerði mikið við 9 kirkjur aðrar. En lík-
kistur er sagt hann hafi srníðað 302, 80 bæi og 14 vatnsmyln-
ur, auk margs annars. Um smíðar Halldórs Bjarnasonar í
Snóksdal vil ég einkum vitna til umsagnar Flosa Jónssonar
frá Hörðubóli, sem hefur eftir fóstru sinni, Sigurrósu Hjálm-
týsdóttur, að Halldór hafi smíðað kirkjuna. Sigurrós bjó
lengi á Hörðubóli með manni sínum, Guðmundi Jónssyni,
og munu þau hafa byrjað þar búskap um leyti sem Halldór
fór. Einnig vil ég vísa til orða Kristjáns Gestssonar í Borg-
arnesi, sonarsonar Halldórs, sem er einnig þeirrar skoðunar
að Halldór sé smiður kirkjunnar í Snóksdal, og hefur það
eftir föður sínum, syni Halldórs, sem var með honum á
Hörðubóli, barn að aldri. Virðist mér þegar á allt er litið
sennilegast að báðir hafi unnið að smíðum Snóksdalskirkju,
Einar og Halldór, og verð svo að skiljast við það mál.
Sögn er að Kristján Jónsson frá Geitareyjum hafi smíðað
skrána fyrir Snóksdalskirkju og kirkjulyklana, sem voru
tveir. Kristján Geiteyingur, sem stundum er nefndur, var af
hagleiksmannaætt, og sjálfur var hann talinn þjóðhagur,
einkum á járn. Hann fór til Vesturheims árið 1876, og hefur
verið haldið á loft ýkjusögum sem hann á að hafa sagt í
smiðjunni þar vestra.73 Heimildarmaður um það að Kristján
hafi smíðað skrána fyrir kirkjunni er Hjörtur Ögmundsson
frá Álfatröðum, sem skýrði mér frá þessu munnlega.