Breiðfirðingur - 01.04.1991, Side 54
52
BREIÐFIRÐINGUR
Kirkjan afhent söfnuði
Um aldamótin síðustu varð breyting á fjárhaldi kirkjunnar,
sem ég hlýt að nefna. Um þetta efni er fylgt bréfum til bisk-
ups úr Dalaprófastsdæmi og einnig vísitasíum prófasta.
Laugardaginn 18 febr. 1899 var haldinn almennur sóknar-
fundur í Blönduhlíð, og var það efni fundarins að eigendur
Snóksdalskirkju höfðu mælst til þess að söfnuðurinn tæki við
umsjón og fjárhaldi kirkjunnar. Ekki varð fullt samkomulag
um Snóksdalsbotn, og vildu sóknarmenn að hann fylgdi
kirkjunni, en það líkaði eigendum ekki, nema ef kirkjan
flytti frá Snóksdal. Meiri hluti fundarmanna vildi ekki neita
tilboði eigenda, og var sóknarnefnd falið að gera samning.
Samþykktu það 27 fundarmenn, sem voru að því er sóknar-
presturinn séra Jóhannes L. L. Jóhannsson vottar síðar
meira en 2/3 af öllum gjaldendum kirkjunnar.
Samningurinn var gerður á Hörðubóli 10. maí 1899, og
skrifa þar undir eigendur Kristján Jónsson bóndi í Snóksdal,
sem festi kaup á Snóksdalnum með Snóksdalseignum, Guð-
mundur Jónsson bóndi á Hörðubóli, sem keypti Hörðuból af
Kristjáni í Snóksdal ásamt hálfri Þorgeirsstaðahlíð, og Vig-
fús J. Hjaltalín í Brokey, tengdasonur Kristjáns Guðbrands-
sonar sem var á Gunnarsstöðum; en fyrir hönd safnaðarins
skrifa undir sóknarnefndarmenn Þorsteinn Gíslason á Ytri-
Hrafnabjörgum, Guðjón Jónasson á Gilsbakka og Magnús
S. Gestsson í Seljalandi.
Með bréfi dagsettu 31. ágúst 1899 fóru eigendur þess á leit
við séra Kjartan Helgason prófast í Hvammi að mega af-
henda Snóksdalskirkju hlutaðeigandi söfnuði til umsjónar
og fjárhalds. Haustið eftir er samþykkt á fundi prófasts með
prestum og safnaðarfulltrúum, þ. e. héraðsfundi, að
söfnuður Snóksdalskirkju taki við umsjón og fjárhaldi kirkj-
unnar. Gerði prófastur bréf til biskups um málið og fékkst
leyfi hans, dagsett 28. sept. 1900. Var þá undirbúningur allur
löglegur, og fór afhending fram í Snóksdal 20. febr. 1901.
Fyrir hönd fyrrverandi kirkjueiganda var Kristján Jónsson
bóndi í Snóksdal, en fyrir hönd safnaðarins sóknarnefndar-