Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 70
68
BREIÐFIRÐINGUR
Jörðin
Jörðin Ásgarður liggur fyrir botni Hvammsfjarðar og er
að heita má í miðju Dalahéraði. Segja má að þar liggi vegir
til allra átta. Útsýni er þar fagurt yfir fjörðinn sem er eins og
stöðuvatn að heiman séð með grasi grónu landi allt í kring,
en bændabýlin þekku blasa við í næsta nágrenni. Fjalla-
hringurinn er fagur og vinalegur ásýndum. Innansveitar
blasir við Krosshólaborg, þar sem landnámskonan Auður
djúpúðga í Hvammi baðst fyrir, og inni í Sælingsdal er Tungu-
stapi, en þar segir sagan að sé kirkja huldufólks. Síðast en
ekki síst blasir við Ásgarðsstapi sem er keilulagaður klettur
í flóanum miðja vegu á leið frá bænum til sjávar. Stapinn er
nokkurs konar Helgafell. Par bera menn fram óskir sínar,
sem sumar rætast. Skammt er til sögustaðanna Lauga og
Sælingsdalstungu sem báðir sjást, en höfuðbólið Hvammur
sést ekki, en er álíka langt í burtu undir hárri brún í fögrum
dal.
Ásgarðsland er allstórt og meginhluti þess grasigróinn,
nema þar sem fjalllendið er hæst, þar eru hraun og sand-
auðnir. Sumarhagar eru kjarngóðir og slægjulönd þóttu
ágæt. Vetrarbeit er sjaldnast lengi í fjallinu eftir að fer að
snjóa. Undirlendi er mikið og eru það blautir flóar sem að
mestu eru uppgróinn sjávarbotn. Jörðin er vel í sveit sett og
fremur stutt í kaupstað til Búðardals. Þar hefur lengi verið
verslun, læknissetur, símstöð og póstafgreiðsla.
Foreldrar mínir byrjuðu búskap á 3/s hlutum í Ásgarði, en
þann hluta jarðarinnar var faðir minn búinn að kaupa. Fá
voru þar búandi margir bændur og húsmenn. Tvíbýli var þar
til 1914 og lengi var þar húsfólk, sem hafði smábú. Árið 1908
keyptu þau 5/s hluta jarðarinnar, en höfðu þá búið á henni
hálfri.
Félagsmálafrömuðir
Sagan segir að harðindakaflanum frá 1880 hafi ekki verið